Sport

Skapheitur ökuþór henti eigin stuðara í annan bíl

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Joey Gase var mjög ósáttur út í annan ökumann eftir að hann klessti bílinn sinn. Hann ákvað að henda brotnum stuðara síns bíls í viðkomandi.
Joey Gase var mjög ósáttur út í annan ökumann eftir að hann klessti bílinn sinn. Hann ákvað að henda brotnum stuðara síns bíls í viðkomandi. Getty/Alex Slitz

Bandaríski kappakstursmaðurinn Joey Gase var öskuillur eftir að hann klessukeyrði bílinn sinn í Nascar kappakstri á Richmond brautinni í Bandaríkjunum í gær.

Gase var svo reiður út í einn andstæðing sinn á brautinni og kenndi viðkomandi augljóslega um það hvernig fór.

Gase reif stuðarann af sínum eigin bíl og kastaði honum svo í bíl Dawson Cram um leið og hann keyrði fram hjá.

Dawson Cram virtist fara aftan í Gase með þeim afleiðingum að bíllinn hans Gase snerist, endaði út í vegg og stórskemmdist.

Það grátbroslega við þetta allt saman var á stuðaranum stóð „Race against Crime“ eða „Barátta gegn glæpum“.

Það má sjá áreksturinn og stuðarakastið hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×