Viðskipti innlent

Verð­bólga eykst á ný

Árni Sæberg skrifar
Húsnæðisverð hafði nokkur áhrif á vísitölu neysluverðs.
Húsnæðisverð hafði nokkur áhrif á vísitölu neysluverðs. Vísir/Vilhelm

Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í mars 2024, er 620,3 stig og hækkar um 0,80 prósent frá fyrri mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 504,4 stig og hækkar um 0,48 prósent frá febrúar 2024. Verðbólgan hjaðnaði örlítið í síðasta mánuði en hefur nú aukist umfram lækkunina.

Í tilkynningu á vef Hagstofu Íslands segir að kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði (reiknuð húsaleiga) hafi hækkaði um 2,1 prósent (áhrif á vísitöluna 0,40 prósent). Flugfargjöld til útlanda hafi hækkað um 9,9 prósent (0,16 prósent).

Síðastliðna tólf mánuði hafi vísitala neysluverðs hækkað um 6,8 prósent og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 4,7 prósent.

Vísitala neysluverðs samkvæmt útreikningi í mars 2024, sem er 620,3 stig, gildi til verðtryggingar í maí 2024.

Skýring Seðlabankans á hvað verðbólga er:

Verðbólga er skilgreind sem viðvarandi hækkun almenns verðlags og er mæld sem tólf mánaða breyting vísitölu neysluverðs. Sú vísitala mælir meðalverð á vörum og þjónustu sem heimili á Íslandi kaupa í hverjum mánuði. Verðbólga felur í sér að verðgildi og kaupmáttur peninga minnkar, þ.e.a.s. minna magn vöru og þjónustu fæst fyrir hverja krónu.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×