Fylgdist með ókunnugum karlmanni fara inn í bílinn hans Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. mars 2024 10:45 Karlmaðurinn yfirgefur bílinn og gengur í átt að bíl Garðars Inga. Þarna er klukkan 18:43 á sunnudegi. Íbúi í Grindavík er orðinn langþreyttur á því að ókunnugir geti valsað um í Grindavík. Ókunnugur karlmaður fór inn í bílinn hans í innkeyrslunni við yfirgefið hús hans í bænum. Hann kallar eftir aðgangspössum til Grindvíkinga og betra eftirlits til að standa vörð um eigur Grindvíkinga. Garðar Ingi Ingvarsson var á leið í bíó með fjölskyldu sinni um kvöldmatarleytið í gær þegar hann fékk skilaboð. Öryggismyndavélakerfið við hús hans í Grindavík hafði numið hreyfingu. Í ljós kom að um var að ræða bíl sem var ekið endurtekið fram hjá húsi hans. Að lokum steig maður út úr aftursætinu, skokkaði að bíl Garðars í innkeyrslunni, opnaði og leit inn. „Þetta er akkurat ástæðan fyrir því að við erum með öryggismyndavélar. Það er alveg hörmulegt hvernig stjórnvöld standa að þessu,“ segir Garðar Ingvi í samtali við Vísi. Garðar segir að fleiri íbúar hafi orðið varir við sama bíl í öðrum götum bæjarins og hafi áhyggjur af eigum sínum. Klárlega ekki Grindvíkingur „Það er erlendur maður skráður fyrir bílnum. Bíllinn er til sölu á Facebook. Þetta eru ekki íbúar í Grindavík en þeir komast inn þrátt fyrir það,“ segir Garðar Ingi. Málið hafi verið tilkynnt samstundis til Lögreglustjórans á Suðurnesjum sem hefur upptökur úr myndavélinni í sínum fórum. „Því miður er ég ekki vongóður að nokkuð verði úr þessu.“ Garðar Ingi brunaði til Grindavíkur að lokinni bíóferðinni til að huga að heimili sínu og eignum. Þar segist hann hafa verið fimmtán sekúndur að komast í gegnum mannaðan lokunarpóst inn í bæinn. Geti sagt hvaða heimilisfang sem er „Það eina sem maður er spurður að er kennitala og hvort maður búi í Grindavík. Ég get bara búið til kennitölu. Með fullri virðingu fyrir fólkinu sem á lokunarpóstinum þá þekkir það ekki Grindavík. Fólk getur sagt hvaða heimilisfang sem er, þau vita ekki einu sinni hvort það sé í Grindavík.“ Maðurinn sem fór inn í bíl Garðars virðist ekki hafa tekið neitt. Garðari Inga dettur helst í hug að hann hafi ætlað að athuga hvort lyklar væru í svissinum eða þá kynna sér aðstæður með það fyrir augum að koma síðar. Viðkomandi sat í aftursæti bílsins sem bendir til þess að lágmarki hafi tveir verið í bílnum en líklega fleiri. „Ég er með verkfæri í bílnum sem eru einhvers virði. Kannski hefur viðkomandi ætlað að koma seinna, þú kemur þeim ekki svo auðveldlega í bíl fullan af fólki.“ QR kóði eða passi af einhverjum toga Hann hvetur Grindvíkinga með öryggismyndavélar til að fylgjast vel með þeim. Þá vill hann aukinn þrýsting á yfirvöld að íbúar í Grindavík fái einhvers konar aðgangspassa til að tryggja að óviðkomandi komist ekki inn í því sem næst tóman bæinn. „Þetta gæti verið QR kóði. Það er árið 2024. Þetta er ekki flókið. Eða a.m.k. passar eins og fatlað fólk fær fyrir bílastæði sín. Það verður að gera eitthvað til að tryggja að hver sem er komist ekki í bæinn.“ Næg séu áföll fyrir Grindvíkinga og þetta hjálpi ekki til. Grindavík Lögreglumál Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Fleiri fréttir Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Fækka áramótabrennum í Reykjavík um fjórar Þau skipa framboðslista Pírata í kosningunum Bein útsending: Vítt og breitt um almannavarnamál „Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá“ Máttu ekki hvetja hlunnfarið starfsfólk til að hætta Sjá meira
Garðar Ingi Ingvarsson var á leið í bíó með fjölskyldu sinni um kvöldmatarleytið í gær þegar hann fékk skilaboð. Öryggismyndavélakerfið við hús hans í Grindavík hafði numið hreyfingu. Í ljós kom að um var að ræða bíl sem var ekið endurtekið fram hjá húsi hans. Að lokum steig maður út úr aftursætinu, skokkaði að bíl Garðars í innkeyrslunni, opnaði og leit inn. „Þetta er akkurat ástæðan fyrir því að við erum með öryggismyndavélar. Það er alveg hörmulegt hvernig stjórnvöld standa að þessu,“ segir Garðar Ingvi í samtali við Vísi. Garðar segir að fleiri íbúar hafi orðið varir við sama bíl í öðrum götum bæjarins og hafi áhyggjur af eigum sínum. Klárlega ekki Grindvíkingur „Það er erlendur maður skráður fyrir bílnum. Bíllinn er til sölu á Facebook. Þetta eru ekki íbúar í Grindavík en þeir komast inn þrátt fyrir það,“ segir Garðar Ingi. Málið hafi verið tilkynnt samstundis til Lögreglustjórans á Suðurnesjum sem hefur upptökur úr myndavélinni í sínum fórum. „Því miður er ég ekki vongóður að nokkuð verði úr þessu.“ Garðar Ingi brunaði til Grindavíkur að lokinni bíóferðinni til að huga að heimili sínu og eignum. Þar segist hann hafa verið fimmtán sekúndur að komast í gegnum mannaðan lokunarpóst inn í bæinn. Geti sagt hvaða heimilisfang sem er „Það eina sem maður er spurður að er kennitala og hvort maður búi í Grindavík. Ég get bara búið til kennitölu. Með fullri virðingu fyrir fólkinu sem á lokunarpóstinum þá þekkir það ekki Grindavík. Fólk getur sagt hvaða heimilisfang sem er, þau vita ekki einu sinni hvort það sé í Grindavík.“ Maðurinn sem fór inn í bíl Garðars virðist ekki hafa tekið neitt. Garðari Inga dettur helst í hug að hann hafi ætlað að athuga hvort lyklar væru í svissinum eða þá kynna sér aðstæður með það fyrir augum að koma síðar. Viðkomandi sat í aftursæti bílsins sem bendir til þess að lágmarki hafi tveir verið í bílnum en líklega fleiri. „Ég er með verkfæri í bílnum sem eru einhvers virði. Kannski hefur viðkomandi ætlað að koma seinna, þú kemur þeim ekki svo auðveldlega í bíl fullan af fólki.“ QR kóði eða passi af einhverjum toga Hann hvetur Grindvíkinga með öryggismyndavélar til að fylgjast vel með þeim. Þá vill hann aukinn þrýsting á yfirvöld að íbúar í Grindavík fái einhvers konar aðgangspassa til að tryggja að óviðkomandi komist ekki inn í því sem næst tóman bæinn. „Þetta gæti verið QR kóði. Það er árið 2024. Þetta er ekki flókið. Eða a.m.k. passar eins og fatlað fólk fær fyrir bílastæði sín. Það verður að gera eitthvað til að tryggja að hver sem er komist ekki í bæinn.“ Næg séu áföll fyrir Grindvíkinga og þetta hjálpi ekki til.
Grindavík Lögreglumál Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Fleiri fréttir Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Fækka áramótabrennum í Reykjavík um fjórar Þau skipa framboðslista Pírata í kosningunum Bein útsending: Vítt og breitt um almannavarnamál „Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá“ Máttu ekki hvetja hlunnfarið starfsfólk til að hætta Sjá meira