Viðskipti innlent

Bein út­sending: Má þetta bara?

Boði Logason skrifar
Guðrún Aðalsteinsdóttir framkvæmdastjóri Krónunnar er einn af gestum í pallborði á deginum.
Guðrún Aðalsteinsdóttir framkvæmdastjóri Krónunnar er einn af gestum í pallborði á deginum. Arnar H

Samtök atvinnulífsins og Deloitte á Íslandi halda árlegan Sjálfbærnidag atvinnulífsins þar sem fyrirtæki á Íslandi geta sótt sér nýjustu þekkingu sem nýtist þeim í rekstri út frá sjálfbærni. Yfirskrift fundarins er Má þetta bara?

Tilgangur dagsins í ár er að skoða þau viðskiptatækifæri sem felast í sjálfbærri umbreytingu á starfsemi fyrirtækja, hvernig sjálfbærni getur laðað að framtíðarviðskiptavini, gefið samkeppnisforskot, opnað dyr að auknu fjármagni og mikilvægi þess að vita hvenær er stutt í grænþvott. 

Fundurinn hefst klukkan 8:30 og stendur til 10:30. Horfa má hann í beinni útsendingu hér fyrir neðan:

Dagskrá:

Better Business – Better world! Why The World Needs Business to Lead on Sustainability! How Business Can Leverage Sustainability for Business Benefits!

-Claus Stig Pedersen, leiðtogi sjálfbærnimála Deloitte á Norðurlöndum og meðeigandi.

Hvar liggja siðferðisleg mörk sjálfbærni og hvenær er stutt í grænþvott?

-Gunnar Sveinn Magnússon, meðeigandi og yfirmaður sjálfbærni- og loftslagsmála hjá Deloitte á Íslandi.

Pallborðsumræður: Er hægt að hagnast á sjálfbærni og má það?

-Umræðustjóri: Gunnar Sveinn Magnússon, meðeigandi og yfirmaður sjálfbærni- og loftslagsmála hjá Deloitte á Íslandi.

  • Guðrún Aðalsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar.
  • Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar.
  • Aðalheiður Jacobsen, eigandi og framkvæmdastjóri Netparta.
  • Halldór Benjamín Þorbergsson, forstjóri Regins.

Fundarstjóri: Hugrún Elvarsdóttir, verkefnastjóri hjá Samtökum atvinnulífsins.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×