Fótbolti

Hákon þarf að eiga við Aston Villa

Sindri Sverrisson skrifar
Hákon Arnar Haraldsson er kominn með Lille í átta liða úrslit Sambandsdeildarinnar.
Hákon Arnar Haraldsson er kominn með Lille í átta liða úrslit Sambandsdeildarinnar. Getty/Catherine Steenkeste

Hákon Arnar Haraldsson og félagar í franska liðinu Lille drógust í dag gegn enska liðinu Aston Villa í átta liða úrslitum Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta.

Hákon er eini íslenski knattspyrnumaðurinn sem eftir stendur í Evrópukeppnum UEFA en hann átti sinn þátt í því að Lille sló út Sturm Graz í 16-liða úrslitum, samtals 4-1.

Nú fær Lille það erfiða verkefni að reyna að slá út Villa-menn sem hafa verið sjóðheitir í vetur og eru í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

Átta liða úrslitin:

  • Club Brugge - PAOK
  • Olympiacos - Fenerbahce
  • Aston Villa - Lille
  • Viktoria Plzen - Fiorentina

Einnig var dregið um það hvernig undanúrslitin mun líta út. Komist Hákon og félagar áfram mæta þeir gríska liðinu Olympiacos eða tyrkneska liðinu Fenerbahce.

Undanúrslitin:

  • Aston Villa/Lille - Olympiacos/Fenerbahce
  • Viktoria Plzen/Fiorentina - Club Brugge/PAOK

Átta liða úrslitin fara fram 11. og 18. apríl, og undanúrslitin 2. og 9. maí. Úrslitaleikurinn verður svo í Aþenu 29. maí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×