Viðskipti innlent

Ráðinn nýr hag­fræðingur ÖBÍ

Atli Ísleifsson skrifar
Gunnar Alexander Ólafsson.
Gunnar Alexander Ólafsson. ÖBÍ

Gunnar Alexander Ólafsson hefur verið ráðinn í starf hagfræðings hjá ÖBÍ réttindasamtökum.

Í tilkynningu segir að Gunnar muni sjá um hagfræðilegar greiningar fyrir ÖBÍ og vinna eftir hagfræðilegri nálgun á viðfangsefni sem falla undir áherslur bandalagsins. Til dæmis hvað við kemur kjara- og húsnæðismálum.

„Gunnar hefur B.A.-gráðu í stjórnmálafræði og mastersgráður í bæði opinberri stjórnsýslu og heilsuhagfræði.

Gunnar hefur fjölbreytta starfsreynslu, til að mynda úr stjórnsýslunni. Hefur hann meðal annars starfað hjá RÚV, heilbrigðisráðuneytinu, Umhverfisstofnun og Lyfjastofnun. Þá kom hann að skýrslugerð fyrir ÖBÍ réttindasamtök um greiðsluþátttöku í heilbrigðisþjónustu og um starfsgetumat,“ segir í tilkynningunni. 





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×