Viðskipti innlent

Múla­kaffi opnar dyrnar í Sjá­landi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Guðríður María Jóhannesdóttir hefur töluverða reynslu af rekstri veitingastaða, meðal annars Nauthóli.
Guðríður María Jóhannesdóttir hefur töluverða reynslu af rekstri veitingastaða, meðal annars Nauthóli.

Fjölskyldan í Múlakaffi hefur tekið við rekstri veitingastaðar og veislusalar í Sjálandi í Garðabæ sem ber sama heiti. Til stendur að reka líkamsræktarstöð World Class á svæðinu eftir tvö ár.

„Við erum afar stolt af því að bæta Sjálandi við í framboð okkar á veislu- og veitingaþjónustu. Sjáland er einn glæsilegasti veislu- og viðburðastaður landsins á magnaðri staðsetningu við sjávarsíðuna,“ segir Guðríður María Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Múlakaffis í tilkynningu.

Ófá brúðkaup, afmælisveislur og árshátíðir hafa farið fram í Sjálandi undanfarin ár. Þar eru tveir sal­ir, ann­ar sem hent­ar stærri viðburðum og svo minni sal­ur sem pass­ar fyr­ir minni boð. Yfir­kokk­ur Múlakaff­is, Eyþór Rún­ars­son, hef­ur um­sjón með mat­seðli og áhersl­um Sjá­lands í mat og drykk.

„Við erum nú þegar far­in að taka við bók­un­um fyr­ir sum­arið, sím­inn hef­ur varla stoppað síðan að það spurðist út að Sjá­land yrði opnað aft­ur. Enda er hús­næðið sér­hannað fyr­ir veisl­ur og viðburði af öll­um gerðum,“ seg­ir Guðríður í tilkynningu.

Líkamsræktarkeðjan World Class keypti húsnæðið í Sjálandi fyrir rúmlega 700 milljónir króna í janúar. Töluverðar framkvæmdir verða á svæðinu áður en opnað verður eftir að minnsta kosti tvö ár.


Tengdar fréttir

Keyptu Sjáland á 700 milljónir króna

Félagið í Toppformi ehf. sem heldur utan um fasteignir World Class á Íslandi hefur keypt bygginguna Sjáland í samnefndu hverfi í Garðabæ fyrir 710 milljónir króna. 

Brúðkaupsveislur í uppnámi eftir að Sjálandi var lokað

Gourmet ehf. sem hélt úti veitingastaðnum Sjáland við sjávarsíðuna í Garðabæ hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta. Fjölmörg verðandi brúðhjón eru með hjartað í buxunum enda veislur fram undan sem óvíst er að geti farið fram.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×