Íslenski boltinn

KR að landa öflugum liðs­styrk

Sindri Sverrisson skrifar
Axel Óskar Andrésson var síðast leikmaður Örebro en er að snúa heim úr atvinnumennsku.
Axel Óskar Andrésson var síðast leikmaður Örebro en er að snúa heim úr atvinnumennsku. oskfotboll.se

KR-ingar eru svo gott sem búnir að landa miðverðinum Axel Óskari Andréssyni sem þar með snýr heim til Íslands úr atvinnumennsku.

Fótbolti.net greindi frá þessu fyrr í kvöld og Vísir hefur einnig heimildir fyrir því að málið sé svo gott sem frágengið. Axel verði því kynntur til leiks hjá KR á næstunni, mögulega strax á morgun, þegar allt verði endanlega orðið klappað og klárt gagnvart hans gömlu vinnuveitendum hjá Örebro í Svíþjóð.

Örebro tilkynnti 1. febrúar að náðst hefði samkomulag við Axel um riftun samnings og var honum þakkað fyrir vel unnin störf. 

Hann lék tvær leiktíðir með Örebro en náði ekki markmiði sínu um að komast með liðinu upp í sænsku úrvalsdeildina og ákvað að leita annað. 

Áður hefur Axel leikið með Riga í Lettlandi og Viking í Noregi, eftir að hafa ungur farið frá Aftureldingu til Reading á Englandi.

Axel, sem er 26 ára gamall, á að baki tvo vináttulandsleiki með A-landsliðið Íslands, í janúar 2019. Sama ár lék hann síðustu leiki sína fyrir U21-landsliðið en þar urðu leikirnir átján talsins, og og alls hefur Axel spilað 46 leiki fyrir yngri landslið Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×