Erlent

Fimm sprengingar í Sví­þjóð síðasta sólar­hringinn

Atli Ísleifsson skrifar
Sprenging varð við fjölbýlishús í hverfinu Farsta í Stokkhólmi í gærkvöldi.
Sprenging varð við fjölbýlishús í hverfinu Farsta í Stokkhólmi í gærkvöldi. EPA

Tvær sprengingar urðu í Gautaborg í Svíþjóð í nótt og bætast þær við þær þrjár sem urðu í höfuðborginni Stokkhólmi í fyrrinótt og í gærkvöldi.

SVT greinir frá því að einn hafi slasast í sprengingunum í Gautaborg sem urðu með nokkurra mínútna millibili í sömu íbúðagötunni í hverfinu Västra Frölunda um klukkan hálf tvö í nótt að staðartíma.

Enginn hefur verið handtekinn vegna sprenginganna í Gautaborg í nótt, en lögregla girti af svæðið í kringum húsin tvö.

Í gærkvöldi var einnig tilkynnt um sprengingu við fjölbýlishús í Farsta í suðurhluta Stokkhólms. Þar þurfti að hlúa að tólf manns vegna höggbylgjunnar sem kom frá sprengingunni, en þeir eru ekki taldir alvarlega slasaðir.

SVT greinir frá því að alls hafi verið tilkynnt um 23 sprengingar sem þessar í Svíþjóð það sem af er ári og eru þær flestar taldar tengjast átökum glæpagengja. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×