Viðskipti innlent

Sebastiaan Boelen nýr fjár­mála­stjóri Marel

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Sebastiaan Boelen hefur verið ráðinn fjármálastjóri Marel.
Sebastiaan Boelen hefur verið ráðinn fjármálastjóri Marel.

Sebastiaan Boelen hefur verið ráðinn í stöðu fjármálastjóra Marels og tekur við af Stacey Katz, sem hefur gegnt stöðunni undanfarin tvö ár. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Marel.

Þar segir að Boelen búi yfir 25 ára reynslu á sviði fjármála og rekstrar í alþjóðlegum fyrirtækjum og sé með bæði hollenskt og breskt ríkisfang. Boelen var áður fjármálastjóri Southern Water í Bretlandi og þar áður vann hann við fjármálastjórn og rekstur hjá ýmsum fyrirtækjum, meðal annars Arrow Global, SPI Group og Black & Decker.

Í tilkynningu kemur einnig fram að Marel og Stacey Katz, fráfarandi fjármálastjóri, hafi komist að samkomulagi um starfslok hennar hjá félaginu eftir tíu ára starf. Stacey verði félaginu innan handar sem ráðgjafi út fjárhagsárið til að tryggja góða yfirfærslu á ábyrgð og verkefnum.

Árni Sigurðsson, forstjóri Marel, býður Sebastiaan velkominn í tilkynningunni og þakkar Stacey Katz fyrir vel unnin störf og mikilvægt framlag í gegnum árin.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×