Sport

Á­föllin dynja á­fram yfir hlaupasamfélag Keníu

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Kipsang Kipkorir var meðal hlaupara í fjallahlaupinu í Kamerún, sem er elsta skipulagða íþróttakeppni Afríku.
Kipsang Kipkorir var meðal hlaupara í fjallahlaupinu í Kamerún, sem er elsta skipulagða íþróttakeppni Afríku.

Áföllin dynja áfram yfir hlaupasamfélag Keníu. Maraþonhlauparinn Kipsang Kipkorir hneig niður eftir að hafa lokið fjallahlaupi í Kamerún í gær. 

Aðeins nokkrum mínútum eftir að Kipsang kláraði hlaupið hneig hann niður. Sjúkraliðar og læknateymi á staðnum gerðu allt sem þau gátu til að lífga hann við en aðgerðirnar báru ekki árangur og Kipsang var úrskurðaður látinn. 

Okalia Bilai, ríkisstjóri í Kamerún, staðfesti andlátið við fjölmiðla. Hann sagði Kipsang hafa þurft að stoppa rétt áður en hann kom í mark og þar af leiðandi misst af sigrinum, hann kenndi sér þó ekki meins eftir hlaupið og allt leit eðlilega út þar til hann hneig skyndilega niður. 

Ótímabært andlát í annað sinn á tveimur vikum hjá Kenískum maraþonhlaupara. Samlandi hans Kelvin Kiptum lést í bílslysi í heimalandinu þann 11. febrúar. 

Kelvin Kiptum var ungur að aldri, 24 ára, og átti framtíðina fyrir sér. Kipsang Kipkorir var öllu eldri, 33 ára, og átti að baki langan og sigursælan hlaupaferil. 


Tengdar fréttir

Hefði getað haft áhrif eins og Usain Bolt

Frjálsíþróttastjörnur hafa minnst Kelvin Kiptum, heimsmethafa í maraþonhlaupi, en hann lést í bílslysi ásamt þjálfara sínum í Kenía á sunnudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×