Viðskipti innlent

Styrmir Þór til Vals

Boði Logason skrifar
Styrmir Þór Bragason er nýr framkvæmdastjóri Vals.
Styrmir Þór Bragason er nýr framkvæmdastjóri Vals. Valur

Styrmir Þór Bragason, fyrrverandi forstjóri Arctic Adventures, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Vals. Styrmir tekur við starfinu af Sigursteini Stefánssyni sem sagði starfi sínu lausu á dögunum.

„Þetta er verkefni sem ég er afar spenntur fyrir enda hef ég alla tíð borið miklar og sterkar taugar til félagsins. Ég er grjótharður Valsari og fylgist afar vel með öllu sem hér er í gangi. Knattspyrnufélagið Valur er félag sem á að vera í fremstu röð og það verður verkefni mitt að halda áfram því frábæra starfi sem hér hefur verið unnið,“ segir Styrmir Þór.

Í tilkynningu frá Val er haft eftir Herði Gunnarssyni formanni Vals að reynsla Styrmis í viðskiptalífinu sé afar mikilvæg í þeim flóknu verkefnum sem fylgja því að reka íþróttafélag af þeirri stærðargráðu sem Valur sé. „Við bjóðum Styrmi Þór velkominn til starfa og væntum mikils af samstarfinu við hann í framtíðinni,“ segir Hörður.

Styrmir hefur undanfarið verið varaformaður knattspyrnudeildar Vals og mun hann láta af því starfi nú þegar hann tekur við framkvæmdastjórastöðunni.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×