Erlent

OpenAI þróar hug­búnað sem býr til mynd­skeið eftir texta­lýsingu

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Stilla úr „stiklu um ævintýri 30 ára geimmanns með rauðprjónaðan mótorhjólahjálm, bláan himinn, salteyðimörk...“
Stilla úr „stiklu um ævintýri 30 ára geimmanns með rauðprjónaðan mótorhjólahjálm, bláan himinn, salteyðimörk...“ OpenAI

Gervigreindarfyrirtækið OpenAI hefur þróað hugbúnað sem getur búið til allt að mínútu langt myndskeið eftir textalýsingu. Búnaðurinn hefur verið opnaður útvöldum til að prufukeyra hann og kanna hvort hann stenst kröfur.

Þær fela meðal annars í sér að ekki sé hægt að misnota hugbúnaðinn til að búa til ólöglegt efni á borð við hatursáróður, barnaníðsefni eða efni þar sem hermt er eftir raunverulegum persónum.

Í tilkynningu OpenAI segir að unnið sé að því að kenna gervigreindinni að skilja og herma eftir raunheimum í mynskeiðum. Markmiðið sé að þjálfa hugbúnaðinn til að aðstoða fólk við að leysa vandamál sem krefjast samskipta í raunheimum.

Forsvarsmenn Open AI hafa ekki viljað gefa það upp hvaðan myndskeiðin sem notuð voru til að þjálfa gervigreindina voru fengin, nema að meirihluti þeirra hafi verið annað hvort til notkunar fyrir alla eða notkunarrétturinn keyptur.

OpenAI og fleiri gervigreindarfyrirtæki eiga yfir höfði sér mýmargar málsóknir vegna höfundarréttarbrota, þar sem þau eru sökuð um að hafa notað höfundarréttarvarið efni til að þjálfa gervigreindina.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×