Erlent

Stór­bruni í vatns­renni­brauta­garði Liseberg

Atli Ísleifsson skrifar
Stærðarinnar sægræn vatnsrennibraut er nú alelda í Oceana, vatnsrennibrautargarði tengdnum við Liseberg í Gautaborg, sem til stóð að opna í sumar.
Stærðarinnar sægræn vatnsrennibraut er nú alelda í Oceana, vatnsrennibrautargarði tengdnum við Liseberg í Gautaborg, sem til stóð að opna í sumar. AP

Mikill eldur hefur blossað upp í Oceana, vatnsrennibrautargarði skemmtigarðsins Liseberg, í Gautaborg í Svíþjóð. Til stóð að opna vatnsrennibrautargarðinn í sumar.

Tilkynning um eldsvoðann barst skömmu eftir klukkan 10 að staðartíma í morgun. Mikill svartur reykur berst nú frá garðinum og hafa íbúar í grenndinni verið hvattir til að loka gluggum og dyrum.

Í frétt SVT segir að ekki hafa borist neinar upplýsingar um að einhver hafi slasast í eldsvoðanum eða varðandi möguleg upptök eldsins.

Búið er að rýma hótelið Grand Curiosa og nokkrar skrifstofubyggingar í grennd við garðinn.

Mårten Westlund, upplýsingafulltrúi Liseberg, segist ekki geta sagt til um það á stigi hvaða áhrif bruninn komi til með að hafa á fyrirhugaða opnun vatnsrennibrautagarðsins í sumar. Hann segir að framkvæmdir hafi verið á lokastigi.

Liseberg er stærsti skemmtigarður á Norðurlöndunum og opnaði árið 1923.AP

Stærðarinnar sægræn vatnsrennibraut hefur staðið í ljósum logum í morgun. AP


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×