Golf

Góður loka­hringur kom Haraldi í 13. sæti

Smári Jökull Jónsson skrifar
Haraldur Franklín Magnús á mótinu sem fór fram í Tarragona á Spáni.
Haraldur Franklín Magnús á mótinu sem fór fram í Tarragona á Spáni. Vísir/Getty

Haraldur Franklín Magnús lauk keppni í 13. sæti á Bain‘s Whisky Cape Town Open í Suður-Afríku en mótið er hluti af Áskorendamótaröðinni.

Haraldur var á meðal efstu manna eftir tvo fyrstu hringina en lék illa á þriðja hringnum og féll þá niður í 30. sæti. 

„Þetta er mjög ólíkt því sem ég er vanur heima. Þar erum við ekki með nein tré. En þetta er líkara því þegar ég spilaði í Louisiana, þar sem ég fór í háskóla, svo ég kann vel við þetta,“ sagði Haraldur í viðtali við heimasíðu mótaraðarinnar eftir annan hringinn.

Haraldur náði vopnum sínum á nýjan leik í dag. Hann lék síðasta hringinn á sex höggum undir pari og fékk sjö fugla á hringnum og einn skolla.

Þessi góða spilamennska skilaði Haraldi í 13. sæti mótsins en því sæti deildi hann ásamt fimm öðrum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×