Erlent

Nokkrir látnir eftir að flug­­vél brot­­lenti í byggð fyrir eldri borgara

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Flugvélin brotlenti í Bayside Waters, byggð fyrir 55 ára og eldri í Clearwater í Flórída.
Flugvélin brotlenti í Bayside Waters, byggð fyrir 55 ára og eldri í Clearwater í Flórída. Bayside Waters

Nokkrir eru látnir eftir að lítil flugvél brotlenti í byggð fyrir eldri borgara í Clearwater í Flórída í nótt. Mikill eldsvoði braust út í kjölfar flugslyssins og fjöldi látinna er óljós.

Flugmanninum tókst að senda frá sér neyðarkall áður en hann brotlenti á heimili. Meðal látnu eru bæði einstaklingar sem voru um borð í vélinni og íbúar heimilisins.

Að sögn slökkviliðsstjórans Scott Ehlers er útlit fyrir að slysið hafi valdið skemmdum á að minnsta kosti þremur öðrum húsum í byggðinni en ekki er vitað til þess að fólk hafi slasast.

Aðstæður á vettvangi eru sagðar erfiðar viðfangs.

Um var að ræða flugvél af tegundinni Beechcraft Bonanza V35 en svo virðist sem bilun hafi orðið í vélinni. Samkvæmt yfirlýsingu frá flugmálayfirvöldum er ekki vitað hversu margir voru um borð í flugvélinni þegar hún fórst.

Málið verður rannsakað af staðar- og alríkisyfirvöldum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×