Fótbolti

Sögðu nei við til­boði Kortrijk í Kol­bein

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Freyr Alexandersson vill fá Kolbein Finnsson til Kortrijk.
Freyr Alexandersson vill fá Kolbein Finnsson til Kortrijk. vísir/hulda margrét

Danska úrvalsdeildarliðið Lyngby hefur hafnað tilboði Kortrijk í Belgíu í íslenska landsliðsmanninn Kolbein Finnsson.

Freyr Alexandersson hætti hjá Lyngby í síðasta mánuði og tók við Kortrijk. Í kjölfar þjálfaraskiptanna hefur félagið verið orðað við nokkra Íslendinga, þar á meðal Kolbein.

Berlingske Tidende greinir frá því að Lyngby hafi hafnað tilboði Kortrijk í Kolbein. Tilboðið hljóðaði upp á tíu og hálfa milljón danskra króna sem jafngildir tæplega 210 milljónum íslenskra króna.

Kolbeinn kom til Lyngby frá Borussia Dortmund fyrir ári síðan. Hann er samningsbundinn danska félaginu fram á sumarið 2025.

Hinn 24 ára Kolbeinn hefur leikið níu A-landsleiki fyrir Ísland auk fjölda leikja fyrir yngri landsliðin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×