Viðskipti innlent

Verð­bólga komin niður í 6,7 prósent

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Vísitalan hefur ekki verið lægri síðan í mars 2022.
Vísitalan hefur ekki verið lægri síðan í mars 2022. Vísir/Vilhelm

Vísitala neysluverðs lækkaði um 0,16 prósent í janúar frá mánuðinum á undan. Vísitalan án húsnæðis lækkaði hins vegar um 0,5 prósent frá desembermánuði.  Verðbólga síðastliðna tólf mánuði er nú komin niður í 6,7 prósent, en stóð í 7,7 prósentum í desember. 

Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hagstofu Íslands. Þar segir að í janúarmánuði hafi vísitala verið 607,3 stig og vísitala án húsnæðis 495,4 stig. Kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði hafi hækkað um 0,9 prósent og kostnaður vegna rafmagns og hita hækkað um 3,7 prósent.

Vetrarútsölur höfðu sitt að segja um kostnað á neysluvöru. Föt og skór lækkuðu að jafnaði um 9,2 prósent en húsgögn, heimilisbúnaður og annað um 5,0 prósent. Auk þess lækkuðu flugfargjöld til útlanda um 11,4 prósent. 

Síðustu tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6,7 prósent og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 5,2 prósent. 

Fram kemur í tilkynningu frá Hagstofunni að um nokkurt skeið hafi verið unnið að endurskoðun við mat á reiknaðri leigu í vísitölu neysluverðs. Með betri gögnum um húsaleigu hafi skapast forsendur til að breyta um að ferð.

„Það er mat Hagstofunnar að aðferð leiguígilda endurspegli nú betur tilgang mælingarinnar og verður aðferðin innleidd í vísitöluna á vormánuðum. Leiguígildin eru byggð á tölfræðilegu líkani á grundvelli gagna um húsaleigu. Endanleg dagsetnintg á innleiðingu breytinganna verður birt í mars næstkomandi ásamt greinagerð um málið.“


Tengdar fréttir

Verðbólgan minnkar um 0,3 prósentustig

Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í desember 2023, er 608,3 stig og hækkar um 0,41 prósent frá fyrri mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 497,9 stig og hækkar um 0,26 prósent frá nóvember 2023. Ársverðbólgan minnkar þó um 0,3 prósentustig milli mánaða.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×