Innlent

For­dæma á­kvörðun utan­ríkis­ráð­herra

Margrét Björk Jónsdóttir skrifar
Frá samstöðufundi til stuðnings Palestínu á laugardag.
Frá samstöðufundi til stuðnings Palestínu á laugardag. Félagið Ísland - Palestína

Stjórn félagsins Ísland - Palestína hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem ákvörðun Bjarna Benediktssonar, utanríkisráðherra, um að frysta greiðslur til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) er fordæmd. 

Í yfirlýsingunni segir að ákvörðun Bjarna hafi verið tekin áður en rannsókn á ásökunum Ísraels á hendur starfsmönnum UNRWA hafi skilað niðurstöðu.

„Palestínuflóttamannaaðstoð SÞ gegnir lykilhlutverki í neyðaraðstoð við Gazabúa sem eru í lífshættu sökum skorts á mat, vatni, lyfjum og eldsneyti vegna hernaðar Ísraels,“ segir jafnframt í yfirlýsingunni.

Ríkisstjórnin sögð taka þátt í ólöglegri hóprefsingu

Íslenska ríkisstjórnin er með þeirri ákvörðun um að frysta greiðslurnar, sögð taka þátt í ólöglegri hóprefsingu eins og lýst er í Genfarsáttmálanum:

„Með hugtakinu er ekki aðeins átt við refsingar, heldur einnig annars konar viðurlög, áreiti eða stjórnsýsluaðgerðir sem gripið er til gegn hópi í hefndarskyni fyrir verknað einstaklings eða einstaklinga sem teljast til hópsins.“

Þá segir í yfirlýsingunni að í úrskurði Alþjóðadómstólsins í Haag sé tekið fram að mögulegt þjóðarmorð sé í uppsiglingu á Gaza, bæði vegna stöðugra sprengjuárása úr lofti og á legi og ennfremur vegna skorts á lífsnauðsynjum.

„Aðgerð utanríkisráðherra er því í andstöðu við úrskurð dómstólsins og eykur enn frekar á áþján Gazabúa. Íslensk stjórnvöld verða að aflétta þessari aðgerð utanríkisráðherra strax. Neyðaraðstoð verður að berast til Gaza strax!“


Tengdar fréttir

Starfsmenn Sameinuðu þjóðanna bendlaðir við árásirnar 7. október

Yfirmaður Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) segir yfirvöld í Ísrael hafa útvegað stofnuninni gögn sem bendli starfsmenn hennar við árásir Hamas-samtakanna á Ísrael þann 7. október. Um er að ræða tólf starfsmenn sem Philippe Lazzarini, yfirmaður UNRWA, segir að hafi verið reknir.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×