Innlent

Vann rúmar tuttugu milljónir í Lottó í kvöld

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Þessir seðlar nema ekki nema brotabroti af upphæðunum sem unnust í kvöld.
Þessir seðlar nema ekki nema brotabroti af upphæðunum sem unnust í kvöld. Getty

Einn ljónheppinn spilari vann rétt rúmar tuttugu milljónir króna í Lottó í dag. Annar vann tvær milljónir. Tuttugu milljón króna miðinn var keyptur á lotto.is og tveggja milljón króna miðinn var í áskrift.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslenskri getspá. Þá hlutu fjórir miðahafar annan vinning í jóker og fær hver þeirra hundrað þúsund krónur.

Einn þeirra miða var keyptur í Jolla í Hafnarfirði, tveir í Lottóappinu og einn á lotto.is




Fleiri fréttir

Sjá meira


×