Erlent

Up­pgötvuðu tugi nýrra sjávar­líf­vera við Tenerife

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Vísindamenn Ocean Census hafa uppgötvað tugi nýrra lífvera við Tenerife. Þeir segjast hins vegar vera í kapphlaupi við tímann vegna þess að fjöldi dýra séu í útrýmingarhættu af völdum hnattrænnar hlýnunar og áhrifa mannsins.
Vísindamenn Ocean Census hafa uppgötvað tugi nýrra lífvera við Tenerife. Þeir segjast hins vegar vera í kapphlaupi við tímann vegna þess að fjöldi dýra séu í útrýmingarhættu af völdum hnattrænnar hlýnunar og áhrifa mannsins.

Hópur vísindamanna hefur uppgötvað tugi nýrra sjávarlífvera undan ströndum Tenerife. Fjöldi nýrra tegunda kom vísindamönnunum á óvart.

Hópurinn hefur á síðasta árinu notað kafbát til að fara í kringum eyjuna og rannsakað dýralíf neðansjávar. Sumar lífveranna eru það litlar að þær sjást einungis í smásjá en aðrar eru stærri og sjást með berum augum, þar á meðal ígulker, sniglar og ormar.

„Við áttum ekki von á að finna svona margar tegundir. Ef við finnum svona margar nýjar tegundir hér á Tenerife ímyndið ykkur þá þegar við förum til annarra heimshluta þar sem næstum engar vísindarannsóknir hafa farið fram eða í hafdjúpin sem hafa aðeins verið rannsökuð að litlum hluta,“ sagði Alex Rogers, líffræðingur og forstjóri Ocean Census, um uppgötvanir vísindamannanna.

Rogers segir hnattræna hlýnun og áhrif mannsins ýta mörgum tegundum í átt til útrýmingar.

„Ég held að það sé óhætt að segja að við séum í kapphlaupi við tímann. Áhrif mannsins, ofeiði, framkvæmdir á ströndum, mengun og svo framvegis og hnattræn ógn loftslagsbreytinga hrekur nú margar tegundir í átt til útrýmingar,“ sagði hann.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×