Nú á að einkavæða ellina Finnbjörn A. Hermannsson skrifar 17. janúar 2024 14:01 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur áformar stórfellda einkavæðingu í rekstri hjúkrunarheimila. Heilbrigðisráðherra hefur lýst yfir algjörri uppgjöf ríkisvaldsins gagnvart því verkefni að tryggja öldruðum grundvallarþjónustu innan velferðarkerfisins. Sú pólitíska stefna að veikja skipulega velferðarríkið og tilfærslukerfin hefur það að markmiði að rýra þjónustuna til að greiða fyrir einkavæðingu hennar. Um liðna helgi kynnti heilbrigðisráðherra óvænt og án minnstu umræðu áform ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur um stórfellda einkavæðingu í rekstri hjúkrunarheimila. Í viðtali við sjónvarp Morgunblaðsins lýsti ráðherrann yfir algjörri uppgjöf gagnvart því verkefni að tryggja landsmönnum þá þjónustu sem þeir eiga rétt á og greitt hafa fyrir með sköttum sínum. Nái þetta feigðarflan ríkisstjórnarinnar fram að ganga fetum við í fótspor breskra frjálshyggjumanna sem tekist hefur að rústa fyrirkomulagi hjúkrunarþjónustu þar í landi og magna upp ójöfnuð og stéttskiptingu í aðhlynningu aldraðra. Hér eins og þar er draumurinn sá að gera elli og hrumleika mannfólksins að gróðaleið fyrir fjármagnsöflin. „Sérhæfð einkafyrirtæki” munu yfirtaka reksturinn með skilgreindum „arðsemiskröfum”. Tilheyrandi spillingu má t.d. innleiða með því að ríkið ábyrgist lán fyrir valin fyrirtæki í eigu réttra aðila. Gróf aðför að velferðarríkinu Áform þessi eru stórhættuleg og fela í sér grófustu aðför seinni tíma að velferðarríkinu. Því verður ekki trúað að almenningur í landinu sætti sig við slíka byltingu. Þegar ríkisvaldið á það úrræði eitt að lengja biðlista eftir heilbrigðisþjónustu hefur það í raun sagt upp sjálfum samfélagssáttmálanum sem fellst m.a. í greiðslu skatta til sjúkratrygginga. Á heimasíðu Sjúkratrygginga Íslands má m.a. lesa þetta: „Markmið laga um sjúkratryggingar er að tryggja aðstoð til verndar heilbrigði og jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu óháð efnahag.” Við blasir að ríkisvaldið hefur snúið baki við þessu grunnmarkmiði laganna. Skortstefnan hefur nú þegar búið til tvöfalt heilbrigðiskerfi þar sem hinir betur stæðu geta keypt sér nauðsynlega þjónustu á meðan aðrir landsmenn eru settir á biðlista eftir að komast á biðlista. Nú er stefnt að því að auka ójöfnuðinn með því að gefa aðstandendum aldraðra kost á að kaupa ólíkar og misdýrar „þjónustuleiðir” innan einkavæddra hjúkrunarheimila. Ég hef áður lýst þeirri skoðun minni í ræðu og riti að samfélag okkar standi á krossgötum. Ég heiti á almenning allan og ábyrga stjórnmálamenn að hrinda þessari óværu einkavæðingar og gróðahyggju af samfélagi okkar og að standa vörð um þau grunngildi velferðar og samhjálpar sem þjóðin hefur jafnan haft í heiðri. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnbjörn A. Hermannsson ASÍ Eldri borgarar Mest lesið Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber Skoðun Takk fyrir peninginn Inga Sæland Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir Skoðun Hið augljósa útlendingavandamál Hallþór Jökull Hákonarson Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar eru að deyja – hvernig bregst þjóðin við? Björk Jónsdóttir skrifar Skoðun Hin huldu rándýr í mannslíkömum sem skaða unga fólkið Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hið augljósa útlendingavandamál Hallþór Jökull Hákonarson skrifar Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun 10 ára Heilbrigðisstofnun Suðurlands Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnlaunavottun verði valkvæð en ekki skylda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kosningar og knattspyrna Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir skrifar Skoðun Útlendingur eða innflytjandi? Paola Cardeans skrifar Skoðun Sýnum kennurum virðingu Angela Árnadóttir skrifar Skoðun Mælum með Hafþór Reynisson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi okkar allra Alma Möller skrifar Skoðun Kjarabarátta kennara Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Algengt neyðartilfelli Marianne E. Klinke skrifar Skoðun Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman Atli Harðarson skrifar Skoðun Hrátt hakk og heimabakstur fyrir kosningarnar Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Förum varlega með heita vatnið okkar Stefnir Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreind: Óseðjandi orkuþörf og ósvífin bjartsýni Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Rammíslenskt Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Föðurlaus börn og fjölskyldusjúkdómurinn Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Kennarar eru alltaf í fríi Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Við þurfum breytingar Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði erum við? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Nei, ég er ekki hamstur á hjóli Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur áformar stórfellda einkavæðingu í rekstri hjúkrunarheimila. Heilbrigðisráðherra hefur lýst yfir algjörri uppgjöf ríkisvaldsins gagnvart því verkefni að tryggja öldruðum grundvallarþjónustu innan velferðarkerfisins. Sú pólitíska stefna að veikja skipulega velferðarríkið og tilfærslukerfin hefur það að markmiði að rýra þjónustuna til að greiða fyrir einkavæðingu hennar. Um liðna helgi kynnti heilbrigðisráðherra óvænt og án minnstu umræðu áform ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur um stórfellda einkavæðingu í rekstri hjúkrunarheimila. Í viðtali við sjónvarp Morgunblaðsins lýsti ráðherrann yfir algjörri uppgjöf gagnvart því verkefni að tryggja landsmönnum þá þjónustu sem þeir eiga rétt á og greitt hafa fyrir með sköttum sínum. Nái þetta feigðarflan ríkisstjórnarinnar fram að ganga fetum við í fótspor breskra frjálshyggjumanna sem tekist hefur að rústa fyrirkomulagi hjúkrunarþjónustu þar í landi og magna upp ójöfnuð og stéttskiptingu í aðhlynningu aldraðra. Hér eins og þar er draumurinn sá að gera elli og hrumleika mannfólksins að gróðaleið fyrir fjármagnsöflin. „Sérhæfð einkafyrirtæki” munu yfirtaka reksturinn með skilgreindum „arðsemiskröfum”. Tilheyrandi spillingu má t.d. innleiða með því að ríkið ábyrgist lán fyrir valin fyrirtæki í eigu réttra aðila. Gróf aðför að velferðarríkinu Áform þessi eru stórhættuleg og fela í sér grófustu aðför seinni tíma að velferðarríkinu. Því verður ekki trúað að almenningur í landinu sætti sig við slíka byltingu. Þegar ríkisvaldið á það úrræði eitt að lengja biðlista eftir heilbrigðisþjónustu hefur það í raun sagt upp sjálfum samfélagssáttmálanum sem fellst m.a. í greiðslu skatta til sjúkratrygginga. Á heimasíðu Sjúkratrygginga Íslands má m.a. lesa þetta: „Markmið laga um sjúkratryggingar er að tryggja aðstoð til verndar heilbrigði og jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu óháð efnahag.” Við blasir að ríkisvaldið hefur snúið baki við þessu grunnmarkmiði laganna. Skortstefnan hefur nú þegar búið til tvöfalt heilbrigðiskerfi þar sem hinir betur stæðu geta keypt sér nauðsynlega þjónustu á meðan aðrir landsmenn eru settir á biðlista eftir að komast á biðlista. Nú er stefnt að því að auka ójöfnuðinn með því að gefa aðstandendum aldraðra kost á að kaupa ólíkar og misdýrar „þjónustuleiðir” innan einkavæddra hjúkrunarheimila. Ég hef áður lýst þeirri skoðun minni í ræðu og riti að samfélag okkar standi á krossgötum. Ég heiti á almenning allan og ábyrga stjórnmálamenn að hrinda þessari óværu einkavæðingar og gróðahyggju af samfélagi okkar og að standa vörð um þau grunngildi velferðar og samhjálpar sem þjóðin hefur jafnan haft í heiðri. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands.
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman Atli Harðarson skrifar
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun