Erlent

Fær­eyskir nem­endur sagðir beita kennara of­beldi

Árni Sæberg skrifar
Starf kennarans er erfitt í Færeyjum sem annars staðar.
Starf kennarans er erfitt í Færeyjum sem annars staðar. Vísir/Vilhelm

Meðlimur í kennarasambandi Færeyja hefur kvatt kollega sína til þess að vera duglegri að tilkynna ofbeldi sem þeir verða fyrir af hendi nemenda sinna. Hann segir hafa borið á því að nemendur beiti kennara sína ofbeldi í auknum mæli. Þeir kasti bókum og pennum í kennara, sem segi tímaspursmál hvenær þeir verða barðir og þaðan af verra.

Það gerir Eyðbjartur S. Skaalum, færeyskur kennari, í málgagni stéttar sinnar, Skúlablaðinu. Hann segir kennara í nágrannalöndum Færeyja hafa flosnað upp úr starfi vegna þess að þeir séu útsettir fyrir ýmiss konar ofbeldi af hálfu barna sem þeir kenna.

Í Færeyjum séu engar kannanir sem hægt er að vísa í í þeim efnum en hann sé sannfærður um að vandamálið sé útbreitt þar sem annars staðar.

Hann hafi verið í sambandi við kennara sem hafi orðið fyrir barðinu á ofbeldi nemenda. Nemendur hafi þeytt bókum, pennum og öðru lauslegu í þá og þeir segi aðeins tímaspursmál hvenær verður ráðist á þá með höggum og spörkum. Þá séu þeir einnig beittir andlegu ofbeldi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×