Viðskipti innlent

Inn­kalla ÅSKSTORM-hleðslu­tæki vegna hættu á raf­stuði og bruna

Atli Ísleifsson skrifar
Hleðslutækið sem um ræðir.
Hleðslutækið sem um ræðir. IKEA

IKEA hefur innkallað ÅSKSTORM 40 W USB-hleðslutæki vegna hættu á rafstuði og bruna.

Í tilkynningu frá IKEA eru viðskiptavinir sem eigi dökkgrátt ÅSKSTORM 40 W USB-hleðslutæki með vörunúmerinu 50461193, hvattir til að taka það úr umferð og skila í IKEA þar sem það verði að fullu endurgreitt.

„Öryggi er alltaf efst á forgangslista IKEA og því hefur verið ákveðið að innkalla ÅSKSTORM 40 W USB-hleðslutæki í dökkgráu þar sem hætta á rafstuði og bruna getur skapast þegar rafmagnssnúran fer að slitna vegna notkunar.

Við vöruþróun notast IKEA við strangt áhættumat og prófanir til að tryggja að vörur okkar standist öll gildandi lög og staðla á þeim mörkuðum þar sem þær eru seldar. Þrátt fyrir þessar öryggisprófanir höfum við fengið upplýsingar um að rafmagnssnúran á dökkgráa ÅSKSTORM 40 W USB-hleðslutækinu geti skemmst eða slitnað eftir að hafa verið vafin utan um hleðslutækið eða sveigð fram og til baka eftir mikla notkun. Skemmdir á snúrunni geta leitt til rafstuðs og bruna. Því er dökkgráa ÅSKSTORM 40 W USB-hleðslutækið innkallað.

Hægt er að þekkja þetta tiltekna ÅSKSTORM USB-hleðslutæki á tegundarnúmerinu ICPSW5-40-1 sem er á miðanum aftan á því.

Hægt er að skila dökkgráa ÅSKSTORM 40 W USB-hleðslutækinu í IKEA verslunina og fá það endurgreitt að fullu. Kvittun er ekki skilyrði fyrir endurgreiðslu.

Nánari upplýsingar eru veittar í þjónustuveri í síma 520 2500 og á IKEA.is.

IKEA biðst velvirðingar á óþægindum sem þetta kann að valda,“ segir í tilkynningunni.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×