Innlent

Pall­borðið: Biskups­kjör og staða þjóð­kirkjunnar

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Jóna Hrönn Bolladóttir, Pétur Markan og Örn Bárður Jónsson verða gestir Pallborðsins klukkan 13 í dag.
Jóna Hrönn Bolladóttir, Pétur Markan og Örn Bárður Jónsson verða gestir Pallborðsins klukkan 13 í dag. Vísir/Arnar

Ár er liðið frá því að Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands greindi frá því að hún hygðist láta af störfum. Síðan þá hefur nokkuð vatn runnið til sjávar; Agnes sem var ekki lengur embættismaður samkvæmt nýjum lögum var „endurráðin“ að loknum skipunartíma sínum en úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar sagði þá ráðstöfun „markleysu“.

Nú hefur verið boðað til biskupskjör og að minnsta kosti fjórir ákveðið að gefa kost á sér. Opnað verður fyrir tilnefningar 1. febrúar og verða þær að berast í síðasta lagi 6. febrúar. Kosning stendur yfir frá 7. mars til 12. mars.

Gustað hefur um biskupsembættið og mikið rætt um stöðu þjóðkirkjunnar. Því vakna áleitnar spurningar um næsta biskup; hver það verður og hverjar áherslur hans verða. Ljóst er af umræðunni að menn greinir á um stöðu kirkjunnar og stefnu og viðbúið að tilnefndir muni ekki deila sýn á framtíðina.

Biskupskjör og staða þjóðkirkjunnar verða til umræðu í Pallborðinu klukkan 13 í dag, sem sýnt verður í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi. Gestir Pallborðsins verða Pétur Markan biskupsritari, séra Jóna Hrönn Bolladóttir og séra Örn Bárður Jónsson.

Hægt er að horfa á Pallborðið í spilaranum hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×