Veður

Prýði­legt sprengiveður á gaml­árs­kvöld

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Siggi stormur fer yfir áramótaveðrið.
Siggi stormur fer yfir áramótaveðrið. Vísir/Samsett

Siggi Stormur segir það munu veðra vel til sprenginga á gamlárskvöld. Hann mætti í Reykjavík síðdegis þar sem hann fór yfir veðurspá næstu daga.

Samkvæmt Sigga eru engin stórviðri í kortunum en að næstu daga muni snjómugga og slydda einkenna veðrið víðast hvar á landinu. Gamlársdagur muni byrja með úrkomulitlu veðri lengst af á höfuðborgarsvæðinu en að gæti orðið einhver éljagangur þegar líður á gamlárskvöld.

Lítlum vindi fylgi svifryk

Siggi segir það þó valda honum áhyggjum hvað vindur verði hægur um það leyti sem sprengingarnar nái hámarki.

„Á gamlárskvöld um miðnætti er ekkert mikill vindur á vestan- og suðvestanverðu landinu og raunar bara þokkalega hægur vindur og þá erum við komin með svifrykið og þetta óhreina loft sem við þekkjum svo vel þegar vindur hreyfist lítið og sprengjurnar skilja eftir sig þennan þykka reykjarmökk sem jafnvel tekur nokkra klukkutíma að fara,“ segir Siggi.

„Hentar vel til skotárása“

Þó bendi spáin til prýðilegs sprengiveðurs þar sem bjartviðri verði í höfuðborginni um kvöldið og víða á vesturhluta landsins. Éljagangur verði einhver austanlands en ekki svo mikill að Siggi telji það munu hafa áhrif á sýnileika.

„Mér sýnist á öllu að það henti vel til skotárása ef við horfum á það þannig,“

Siggi fer betur yfir spána fram að gamlársdegi og á nýju ári í viðtalinu sem hlusta má í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×