Veður

Af­létta rýmingu í Nes­kaup­stað en ekki Seyðis­firði

Lovísa Arnardóttir skrifar
Ekki er búið að aflétta hættustigi á Seyðisfirði.
Ekki er búið að aflétta hættustigi á Seyðisfirði. Mynd/Múlaþing

Búið er að aflétta hættustigi og rýmingu í Neskaupstað. Í tilkynningu frá Veðurstofunni kemur fram að úrkomulítið sé orðið í Norðfirði, bloti kominn í snjóinn og að lítill snjór sé í neðri hluta hlíða.

Veðurspár gera á sama tíma ráð fyrir lítilli úrkomu. Ekki hafa borist fréttir af snjóflóðum í veðrinu, en það gæti skýrst að hluta til af lélegu skyggni. Tilkynning Veðurstofunnar. 

Enn eru þó í gildi bæði hættustig og rýmingar á Seyðisfirði. Þar hefur snjóað meira en í Neskaupstað og veðurspár gera ráð fyrir að snjói þar og skafi eitthvað fram eftir degi.

Hættustig var sett á laugardag vegna snjóflóðahættu á laugardag. Vegir eru víða lokaðir á Austfjörðum og víðar um land. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×