Viðskipti innlent

Eld­gosið hefur ekki á­hrif á flug Icelandair

Atli Ísleifsson skrifar
Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair.
Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair. Vísir/Ívar Fannar

Eldgosið sem hófst norðan Grindavíkur í gærkvöldi hefur ekki áhrif á flugáætlun Icelandair eins og staðan er nú.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair. Þar segir að Icelandair fylgist náið með stöðu mála og muni upplýsa farþega ef einhverjar breytingar verða.

Áður hefur verið greint frá því að starfsemi Keflavíkurflugvelli sé eðlileg að svo stöddu.

„Öryggi farþega og starfsfólks okkar er ávallt í fyrsta sæti og allar ákvarðanir verða teknar með það að leiðarljósi. Við fylgjumst náið með stöðu mála og upplýsum farþega okkar tímanlega ef einhverjar breytingar verða á flugáætlun vegna eldgossins.

Frekari upplýsingar um eldgosið er að finna á upplýsingavef Almannavarna,“ segir á vef Icelandair.

Greint var frá því í gærkvöldi að flugumferðarstjórar hefðu í ljóst eldgoss ákveðið að aflýsa fyrirhugaðri vinnustöðvun, fjórðu lotu aðgerða sinna, sem átti að hefjast klukkan fjögur á miðvikudagsmorgni og standa til klukkan tíu. Kjaradeilan er þó enn óleyst.


Tengdar fréttir

Eldgosið raskar ekki flugumferð

Allt flug í dag er samkvæmt áætlun sem gerð var vegna verkfallaflugumferðarstjóra. Þær raskanir sem verða eru því ekki vegna eldgossins. Þetta segir Birgir Olgeirsson hjá PLAY.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×