Fótbolti

Kristian og fé­lagar mæta norsku meisturunum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kristian Nökkvi Hlynsson, Kenneth Taylor og félagar í Ajax fara til Noregs í Sambandsdeild Evrópu.
Kristian Nökkvi Hlynsson, Kenneth Taylor og félagar í Ajax fara til Noregs í Sambandsdeild Evrópu. getty/Pieter van der Woude

Kristian Nökkvi Hlynsson og félagar í hollenska stórliðinu Ajax mæta Bodø/Glimt í 1. umferð útsláttarkeppni Sambandsdeildar Evrópu. Dregið var í dag.

Sextán lið voru í pottinum en átta sátu hjá. Það voru sigurvegarar riðlanna átta í Sambandsdeildinni: Lille, Maccabi Tel Aviv, Viktoria Plzen, Club Brugge, Aston Villa, Fiorentina, PAOK og Fenerbache.

Sem fyrr sagði dróst Ajax gegn Bodø/Glimt sem hefur orðið norskur meistari þrjú af síðustu fjórum árum.

Gent, sem var í riðli með Breiðabliki í Sambandsdeildinni, mætir Maccabi Haifa.

Fyrsta umferð útsláttarkeppni Sambandsdeildarinnar

  • Ajax - Bodø/Glimt
  • Sturm Graz - Slovan Bratislava
  • Union SG - Frankfurt
  • Olympiacos - Ferencvaros
  • Molde - Legia
  • Real Betis - Dinamo Zagreb
  • Maccabi Haifa - Gent
  • Servette - Ludogorets

Leikirnir í 1. umferð útsláttarkeppni Sambandsdeildarinnar fara fram 15. og 22. febrúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×