Fótbolti

Þórður Inga­son leggur hanskana á hilluna

Siggeir Ævarsson skrifar
Þórður fagnar bikarmeistaratitlinum 2019
Þórður fagnar bikarmeistaratitlinum 2019 Vísir/Vilhelm

Þórður Ingason markvörður hefur ákveðið að leggja hanskana á hilluna. Víkingar tilkynntu þetta á samfélagsmiðlum sínum í gær.

Þórður, sem er 37 ára, hefur síðustu tvö ár verið varamarkvörður Víkinga en hann á alls 421 meistaraflokks leiki að baki og 17 leiki með yngri landsliðum Íslands.

Þórður er uppalinn Fjölnismaður þar sem hann lék sinn fyrsta meistaraflokksleik í 1. deild árið 2004, þá 16 ára gamall. Hann hefur leikið með Víkingum síðan 2019 en á ferlinum lék hann einnig eitt tímabil með KR og tvö með BÍ/Bolungarvík.

Tímabilin fimm með Víkingum hafa verið ansi giftusöm, tveir Íslandsmeistaratitlar í hús og fjórir bikarmeistaratitlar. Fyrsti bikarmeistaratitillinn kom árið 2019 en Þórður hafði áður leikið tvisvar til úrslita í bikarnum með Fjölni og tapað í bæði skiptin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×