Handbolti

Sví­þjóð og Dan­mörk í átta liða úr­slit

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Jamina Roberts var öflug í liði Svíþjóðar.
Jamina Roberts var öflug í liði Svíþjóðar. EPA-EFE/Bjorn Larsson Rosvall S

Svíþjóð og Danmörk eru komin á 8-liða úrslit HM kvenna í handbolta. Þá tókst Kína að jafna Ísland að stigum í baráttunni um Forsetabikarinn.

Svíþjóð vann góðan fjögurra marka sigur á Ungverjalandi í milliriðli I á HM í dag, lokatölur 26-22. Emma Lindqvist og Jamina Roberts voru markahæstar í liði Svíþjóðar með 7 mörk hvor. Fyrr í dag hafði Króatía svo unnið níu marka sigur á Kamerún, 24-15 lokatölur þar.

Svíþjóð er komið í 8-liða úrslit þó enn sé ein umferð eftir í milliriðlinum. Svíar eru með 8 stig á toppi riðilsins, þar á eftir er Svartfjallaland með 6 stig, Króatía með 5 stig og Ungverjaland 4 stig.

Í milliriðli III er Þýskaland komið í 8-liða úrslit eftir tíu marka sigur á Póllandi, lokatölur 31-21. Antje Döll var markahæst hjá Þýskalandi með 5 mörk.

Danmörk er einnig komið í 8-liða úrslit eftir 10 marka sigur á Póllandi, lokatölur 32-22. Kristina Jørgensen og Trine Østergaard Jensen voru markahæstar í liði Danmerkur með 5 mörk hvor.

Þýskaland er á toppi riðilsins með 8 stig, Danmörk er með 6 stig, Rúmenía og Pólland 4 stig, Japan 2 stig og Serbía án stiga.

Forsetabikarinn

Í riðli I í Forsetabikarnum vann Kína átta marka sigur á Grænlandi, lokatölur 32-24. Kína er með fjögur stig líkt og Ísland á meðan Paragvæ er án stiga líka og Grænland. Ísland og Kína mætast í leik um 1. sætið á mánudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×