Hvenær er maður dáinn? Umdeild aðferð klýfur læknasamfélagið í Bandaríkjunum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. desember 2023 06:18 Er maður dáinn ef hjartað fer að slá á ný og það þarf að klemma á æðarnar til heilans til að koma í veg fyrir heilastarfsemi? Ný aðferð vekur áleitnar spurningar, ekki síst þar sem líffæragjafakerfið allt byggir á trausti almennings. Getty „Það er óhugnanlegt að gera þetta,“ segir hjartaskurðlæknirinn V. Eric Thompson, um nýja aðferð við líffæraflutninga sem sérfræðingar vestanhafs deila nú hart um. Ummælin lét Thompson, sem einnig er sérfræðingur í líffæraígræðslum, falla í pallborðsumræðum um aðferðina við Yale School of Medicine. Við sama tilefni sagði Robert Truog, lífsiðfræðingur við Harvard Medical School, að aðferðin myndi fjölga gjafalíffærum en siðferðilegum og lagalegum spurningum væri ósvarað. Hingað til hafa flest gjafahjörtu verið fengin frá gjöfum sem hafa verið úrskurðaði heiladauðir, oft eftir alvarleg slys. Engin heilastarfsemi er til staðar en líkamanum er haldið gangandi þar til hægt er að sækja líffærin sem viðkomandi eða nákomnir honum hafa samþykkt að gefa. Nýja aðferðin er bundin við annan hóp sjúklinga; sjúklinga sem eru í dauðadái og sem aðstandendur hafa samþykkt að leyfa að deyja þar sem vonin á bata er nánast engin. Venjulega fer það ferli fram þannig að allri aðstoð við sjúklinginn er hætt, til að mynda öndunaraðstoð, og hann úrskurðaður látinn þegar hjartað hættir að slá. Í umræddum tilvikum hefur hingað til sárasjaldan verið hægt að nota hjartað úr viðkomandi, þar sem það er yfirleitt skemmt vegna súrefnisskorts. Nú hafa skurðlæknar hins vegar komist að því að hægt er að varðveita hjartað með því að koma því aftur af stað eftir að sjúklingurinn hefur verið úrskurðaður látinn. Margir heilbrigðisstarfsmenn og siðfræðingar hafa hins vegar bent á tvennt. Annars vegar segja þeir aðferðina kollvarpa skilgreiningunni á dauða, sem hefur verið á þann veg að manneskja sé látinn þegar hjartað hefur hætt að starfa í eitt skipti fyrir öll. Með því að koma blóðrásinni og hjartanu aftur í gang sé þessi skilgreining úreld. Þá gera þeir alvarlegar athugasemdir við hitt; að þegar hjartanu er aftur komið í gang er klemmt á æðar sem liggja til heilans til að koma í veg fyrir heilastarfsemi. Vilja sumir meina að þetta skref í ferlinu sé í raun viðurkenning á því að viðkomandi sé alls ekki látinn. Vestanahafs er aðgerðin kölluð N.R.P., sem stendur fyrir „normothermic regional perfusion“.Getty Gaslýsing eða raunveruleikaflótti? Samkvæmt umfjöllun New York Times eru NYU Langone og Vanderbilt Medical Center í Nashville meðal þeirra heilbrigðisstofnana sem hafa grætt hjarta í líffæraþega eftir að hafa beitt umræddri aðferð. Hún hefur verið notuð nærri 30 sinnum á NYU Langone. Aðrir hafa hins vegar sett sig alfarið upp á móti henni, til að mynda læknasamtökin American College of Physicians, sem segja skrefið við að klemma fyrir æðarnar til heilans ganga gegn einu helsta borðorði líffæragjafa; að líffæragjöf megi ekki vera ástæða dauða gjafans. „Ég hef dálitlar áhyggjur af því að meðal sérfræðinga í líffæraflutningum sé ákveðin gaslýsing í gangi gagnvart almenningi,“ sagði Truog í pallborðinu við Yale. Nader Moazami, sem framkvæmdi fyrstu aðgerðina við NYU Langone, sakar siðfræðinga hins vegar um að setja sig á háan hest. „Þið getið setið á skrifstofunum ykkar og haft áhyggjur af siðfræðinni en þið hafið aldrei þurft að ganga inn í herbergi og standa andspænis sjúklingi sem er að deyja og fjölskyldu hans, sjúklingi sem hefur beðið eftir líffæri og mun ekki fá líffæri og mun deyja,“ segir Moazami. Sumir andstæðingar aðferðarinnar hafa gert því skóna að mögulega sé hægt að sækja þá til saka sem beita henni, þar sem þeir séu vísvitandi að tryggja dauða sjúklingsins með því að skerða blóðflæðið til heilans. Um það bil 103 þúsund manns eru á biðlista eftir líffæri í Bandaríkjunum og af þeim deyja sautján á hverjum degi. Flestir eru að bíða eftir nýra eða lifur en á hverju ári deyja um 20 prósent þeirra sem bíða eftir hjarta eða verða of veikir til að uppfylla skilyrði fyrir líffæragjöf. Samkvæmt upplýsingum frá Þórdísi Jónu Hrafnkelsdóttur, umsjónarlækni hjartaígræðslna á Landspítalanum, hefur eingöngu tíðkast hérlendis að sækja líffæri hjá þeim sem hafa verið úrskurðaðir heiladauðir. Hún segist ekki hafa orðið vör við umræðu um að taka aðferðina upp hér á landi. Ítarlega umfjöllun um málið má finna á vef New York Times. Líffæragjöf Bandaríkin Heilbrigðismál Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Fleiri fréttir Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Leita manns sem skildi eftir sprengiefni á lestarstöð í Berlín Sækja hraðar fram í Dónetsk Trump lék ruslakarl í Wisconsin Halda áfram leit eftir eyðileggingu flóðanna Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Segjast rannsaka ásakanir um kosningasvik í Georgíu Beðin um að tilkynna líkfundi Óttast að hermenn Kim öðlist reynslu af hernaði Sagði Trump heltekinn hefndarvilja Tala látinna á Spáni hækkar hratt Biden í bobba eftir ummæli um rusl Loftvarnir Íran verulega laskaðar eftir árásir helgarinnar „Við getum ekki þrýst á fólk að koma til baka“ Naim Qassem tekur við stjórn Hezbollah Sporvagn af sporinu í Osló og inn í verslun Ákvörðun Ísrael að banna UNRWA vekur reiði og ótta Bæjarstjóri austurrísks bæjar skotinn til bana Jafnaðarmenn í Litháen unnu sigur Vara eindregið við mengun frá gashelluborðum Japanska ríkisstjórnin missti meirihluta sinn Vill hvorki gera meira né minna úr árásunum en ástæða er til Orðljótir stuðningsmenn Trump létu gamminn geisa í New York Líkamsleifar manns úr Sverris sögu frá 1197 fundnar Þingmanni vikið úr Verkamannaflokknum eftir líkamsárás Ætla ekki að viðurkenna úrslitin og kalla eftir mótmælum Sjá meira
Ummælin lét Thompson, sem einnig er sérfræðingur í líffæraígræðslum, falla í pallborðsumræðum um aðferðina við Yale School of Medicine. Við sama tilefni sagði Robert Truog, lífsiðfræðingur við Harvard Medical School, að aðferðin myndi fjölga gjafalíffærum en siðferðilegum og lagalegum spurningum væri ósvarað. Hingað til hafa flest gjafahjörtu verið fengin frá gjöfum sem hafa verið úrskurðaði heiladauðir, oft eftir alvarleg slys. Engin heilastarfsemi er til staðar en líkamanum er haldið gangandi þar til hægt er að sækja líffærin sem viðkomandi eða nákomnir honum hafa samþykkt að gefa. Nýja aðferðin er bundin við annan hóp sjúklinga; sjúklinga sem eru í dauðadái og sem aðstandendur hafa samþykkt að leyfa að deyja þar sem vonin á bata er nánast engin. Venjulega fer það ferli fram þannig að allri aðstoð við sjúklinginn er hætt, til að mynda öndunaraðstoð, og hann úrskurðaður látinn þegar hjartað hættir að slá. Í umræddum tilvikum hefur hingað til sárasjaldan verið hægt að nota hjartað úr viðkomandi, þar sem það er yfirleitt skemmt vegna súrefnisskorts. Nú hafa skurðlæknar hins vegar komist að því að hægt er að varðveita hjartað með því að koma því aftur af stað eftir að sjúklingurinn hefur verið úrskurðaður látinn. Margir heilbrigðisstarfsmenn og siðfræðingar hafa hins vegar bent á tvennt. Annars vegar segja þeir aðferðina kollvarpa skilgreiningunni á dauða, sem hefur verið á þann veg að manneskja sé látinn þegar hjartað hefur hætt að starfa í eitt skipti fyrir öll. Með því að koma blóðrásinni og hjartanu aftur í gang sé þessi skilgreining úreld. Þá gera þeir alvarlegar athugasemdir við hitt; að þegar hjartanu er aftur komið í gang er klemmt á æðar sem liggja til heilans til að koma í veg fyrir heilastarfsemi. Vilja sumir meina að þetta skref í ferlinu sé í raun viðurkenning á því að viðkomandi sé alls ekki látinn. Vestanahafs er aðgerðin kölluð N.R.P., sem stendur fyrir „normothermic regional perfusion“.Getty Gaslýsing eða raunveruleikaflótti? Samkvæmt umfjöllun New York Times eru NYU Langone og Vanderbilt Medical Center í Nashville meðal þeirra heilbrigðisstofnana sem hafa grætt hjarta í líffæraþega eftir að hafa beitt umræddri aðferð. Hún hefur verið notuð nærri 30 sinnum á NYU Langone. Aðrir hafa hins vegar sett sig alfarið upp á móti henni, til að mynda læknasamtökin American College of Physicians, sem segja skrefið við að klemma fyrir æðarnar til heilans ganga gegn einu helsta borðorði líffæragjafa; að líffæragjöf megi ekki vera ástæða dauða gjafans. „Ég hef dálitlar áhyggjur af því að meðal sérfræðinga í líffæraflutningum sé ákveðin gaslýsing í gangi gagnvart almenningi,“ sagði Truog í pallborðinu við Yale. Nader Moazami, sem framkvæmdi fyrstu aðgerðina við NYU Langone, sakar siðfræðinga hins vegar um að setja sig á háan hest. „Þið getið setið á skrifstofunum ykkar og haft áhyggjur af siðfræðinni en þið hafið aldrei þurft að ganga inn í herbergi og standa andspænis sjúklingi sem er að deyja og fjölskyldu hans, sjúklingi sem hefur beðið eftir líffæri og mun ekki fá líffæri og mun deyja,“ segir Moazami. Sumir andstæðingar aðferðarinnar hafa gert því skóna að mögulega sé hægt að sækja þá til saka sem beita henni, þar sem þeir séu vísvitandi að tryggja dauða sjúklingsins með því að skerða blóðflæðið til heilans. Um það bil 103 þúsund manns eru á biðlista eftir líffæri í Bandaríkjunum og af þeim deyja sautján á hverjum degi. Flestir eru að bíða eftir nýra eða lifur en á hverju ári deyja um 20 prósent þeirra sem bíða eftir hjarta eða verða of veikir til að uppfylla skilyrði fyrir líffæragjöf. Samkvæmt upplýsingum frá Þórdísi Jónu Hrafnkelsdóttur, umsjónarlækni hjartaígræðslna á Landspítalanum, hefur eingöngu tíðkast hérlendis að sækja líffæri hjá þeim sem hafa verið úrskurðaðir heiladauðir. Hún segist ekki hafa orðið vör við umræðu um að taka aðferðina upp hér á landi. Ítarlega umfjöllun um málið má finna á vef New York Times.
Líffæragjöf Bandaríkin Heilbrigðismál Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Fleiri fréttir Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Leita manns sem skildi eftir sprengiefni á lestarstöð í Berlín Sækja hraðar fram í Dónetsk Trump lék ruslakarl í Wisconsin Halda áfram leit eftir eyðileggingu flóðanna Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Segjast rannsaka ásakanir um kosningasvik í Georgíu Beðin um að tilkynna líkfundi Óttast að hermenn Kim öðlist reynslu af hernaði Sagði Trump heltekinn hefndarvilja Tala látinna á Spáni hækkar hratt Biden í bobba eftir ummæli um rusl Loftvarnir Íran verulega laskaðar eftir árásir helgarinnar „Við getum ekki þrýst á fólk að koma til baka“ Naim Qassem tekur við stjórn Hezbollah Sporvagn af sporinu í Osló og inn í verslun Ákvörðun Ísrael að banna UNRWA vekur reiði og ótta Bæjarstjóri austurrísks bæjar skotinn til bana Jafnaðarmenn í Litháen unnu sigur Vara eindregið við mengun frá gashelluborðum Japanska ríkisstjórnin missti meirihluta sinn Vill hvorki gera meira né minna úr árásunum en ástæða er til Orðljótir stuðningsmenn Trump létu gamminn geisa í New York Líkamsleifar manns úr Sverris sögu frá 1197 fundnar Þingmanni vikið úr Verkamannaflokknum eftir líkamsárás Ætla ekki að viðurkenna úrslitin og kalla eftir mótmælum Sjá meira