Viðskipti innlent

Verð­bólgan hækkar lítil­lega í átta prósent

Atli Ísleifsson skrifar
Sé litið sé til einstakra undirliða vísitölu neysluverðs má sjá að liðurinn „Matur og drykkjarvörur“ hafi hækkað mest.
Sé litið sé til einstakra undirliða vísitölu neysluverðs má sjá að liðurinn „Matur og drykkjarvörur“ hafi hækkað mest. Vísir/Vilhelm

Verðbólga hefur hækkað lítillega og í nóvember mældist hún átta prósent hér á landi, sé litið til síðastliðinna tólf mánaða.

Samkvæmt tölum frá Hagstofunni hækkaði vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í nóvember 2023, um 0,38 prósent frá fyrri mánuði.

Vísitala neysluverðs án húsnæðis lækkar um 0,04 prósent milli mánaða og mælist verðbólgan þar nú 7,2 prósent.

Kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði (reiknuð húsaleiga) hækkaði um 2,1 prósent (áhrif á vísitöluna 0,40 prósent). Verð á flugfargjöldum til útlanda lækkaði um 12,8 prósent (-0,23 prósent).

Á vef Hagstofunnar má sjá að ef litið sé til einstakra undirliða vísitölu neysluverðs má sjá að liðurinn „Matur og drykkjarvörur“ hafi hækkað mest, eða um 11,1 prósent á síðustu tólf mánuðum. Næstmest er hækkunin í húsnæðisliðnum (Húsnæði, hiti og rafmagn), 10,5 prósent, og „Hótel og veitingastaðir), 10 prósent.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×