Viðskipti innlent

Bene­dikt semur um starfs­lok

Atli Ísleifsson skrifar
Benedikt K. Magnússon tók við stöðunni í mars á síðasta ári.
Benedikt K. Magnússon tók við stöðunni í mars á síðasta ári. OR

Benedikt K. Magnússon, framkvæmdastjóri fjármála hjá OR, hefur látið af störfum hjá félaginu eftir að þeir Sævar Freyr Þráinsson forstjóri OR gerðu með sér samkomulag um starfslok.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá OK. Þar segir að Brynja Kolbrún Pétursdóttir, sem gegnt hefur starfi aðstoðarmanns framkvæmdastjóra fjármála, muni taka við verkefnum framkvæmdastjóra þar til nýr aðili tekur til starfa.

„Sævar Freyr þakkar Benedikt fyrir samstarfið og stefnir að því að kynna skipulagsbreytingar á fjármálasviði fljótlega.

Starf framkvæmdastjóra fjármála OR verður í kjölfarið auglýst laust til umsóknar,“ segir í tilkynningunni.

Benedikt tók við stöðu framkvæmdastjóra fjármála hjá Orkuveitu Reykjavíkur í mars á síðasta ári. Hann kom til OR frá KPMG þar sem hann hafði starfað um árabil. 





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×