Viðskipti innlent

Bene­dikt Rafn nýr birtingarstjóri Datera

Atli Ísleifsson skrifar
Benedikt Rafn Rafnsson.
Benedikt Rafn Rafnsson. Aðsend

Benedikt Rafn Rafnsson hefur verið ráðinn í starf birtingastjóra birtinga- og ráðgjafafyrirtækisins Datera.

Í tilkynningu segir að helstu verkefni Benedikts verði að veita stefnumótandi ráðgjöf og stýra birtingum á innlendum miðlum auk þess að hámarka árangur með samþættingu við erlenda miðla.

„Benedikt hefur víðtæka reynslu af markaðs- og birtingastörfum, bæði hér innanlands og erlendis. Hann hefur lengst af frá 2008 starfað við birtingaráðgjöf hjá Jónsson & Lemacks og Aton JL. Árin 2014-2016 starfaði Benedikt sem ráðgjafi hjá birtinga- og rannsóknarsamsteypunni OMD í Noregi, eftir nám í Brand and Communication management við CBS í Kaupmannahöfn,“ segir í tilkynningunni.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×