Viðskipti innlent

Atli, Sól­rún og Tinna ráðin til Motus

Atli Ísleifsson skrifar
Sólrún Dröfn Björnsdóttir, Atli Hjaltested og Tinna Björk Bryde.
Sólrún Dröfn Björnsdóttir, Atli Hjaltested og Tinna Björk Bryde. Aðsend

Innheimtufyrirtækið Motus hefur ráðið til starfa þau Atla Hjaltested, Sólrúnu Dröfn Björnsdóttur og Tinnu Björk Bryde. Atli er nýr viðskiptastjóri, Sólrún er nýr vörustjóri innheimtu og Tinna nýr viðskiptaþróunarstjóri.

Í tilkynningu segir að Atli komi til Motus frá Símanum, þar sem hann hafi unnið frá árinu 2016, síðast sem lögfræðingur á skrifstofu forstjóra. Atli er með meistaragráðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík og landsliðsmaður í skvassi.

„Sólrún Dröfn á glæstan feril að baki sem vörustjóri. Hún kemur til Motus frá Sýn en þar á undan starfaði hún hjá Arion banka og lengst hjá Landsbankanum þar á undan. Sólrún er menntaður tölvunarfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík og hefur lifað og hrærst í heimi stafrænnar tækni og þróunar síðastliðinn áratug.

Tinna kemur til Motus frá Aurbjörgu þar sem hún hefur farið fyrir viðskiptaþróun frá stofnun þess fyrirtækis en hún hefur mikla reynslu af viðskiptastýringu, vöruþróun og fjármálamörkuðum. Áður en hún hóf störf hjá Aurbjörgu starfaði hún hjá Creditinfo og Íslandsbanka. Tinna er viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík, en er einnig með gráðu í verkefnastjórnun og er löggiltur fasteigna- og skipasali,“ segir í tilkynningunni.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×