Þeir sem eiga að læra íslensku Kristófer Alex Guðmundsson skrifar 15. nóvember 2023 08:00 „Enginn að tala í þátíð, Kristófer kann, enn sem komið er, bara að tala í nútíð!“ kallaði Carlos yfir vini sína í partíi í Madríd nokkrum mánuðum eftir að ég flutti þangað. Þegar ég flutti til Madríd kunni ég enga spænsku en hafði mikinn metnað til að læra tungumálið, fékk mér einkakennara og nýtti hvert tækifæri til að æfa mig. Ég kynntist Carlos í gegnum sameiginlegan vin og hann kynnti mig fyrir vinum sínum sem tóku vel á móti mér. Nú hef ég búið í Madríd í þrjú ár og þökk sé mikilli þolinmæði og samstarfsvilja heimamanna er ég nokkuð talandi og á spænskumælandi kærustu, tengdafjölskyldu og vini. Heill heimur lista, sögu og menningar hefur líka opnast fyrir mér í þessari borg sem ég kalla nýja heimilið mitt. „Þeir sem setjast að á Íslandi eiga að læra tungumálið okkar,“ er algeng krafa og í sjálfu sér ekki óeðlileg. Sá grunur læðist þó að manni að ástæðan sé ekki sú að fólk vilji kynnast innflytjendum betur, bjóða þeim í kaffi, fara með þeim í sund eða að börnin þeirri leiki saman. Þessi krafa heyrist miklu oftar í samhengi við veitingastaði eða búðir og virðist vera til þess að það sé auðveldara fyrir okkur Íslendinga að vera láta innflytjendur þjóna okkur. Margir þeirra leggja sig þó alla fram við það að læra íslensku. Ég spurði til dæmis afgreiðslukonu „ertu með, æj ég man ekki íslenska orðið, pomegranate?“ og hún svaraði með sterkum erlendum hreim: „Meinar tú granatepli?“ Ef við viljum að innflytjendur læri íslensku verðum við að nálgast viðfangsefnið af skilningi og virðingu. Enginn lærir flókið tungumál sem nýtist hvergi annars staðar í heiminum bara til þess að heimamenn geti fyrirskipað þeim á móðurmálinu sínu. Ef við leggjum þessa kröfu á aðra verðum við líka sjálf að axla ábyrgð, því enginn lærir tungumál í tómarúmi. Spánverjinn hefur reynst mér stuðningsríkur, menn hrósa spænskunni minni (sama hversu mikið ég á það skilið), hvetja mig til dáða og það heyrir til undantekninga að menn skipti yfir á ensku jafnvel þó þeir tali hana reiprennandi. Til samanburðar þá erum við Íslendingar of fljótir að skipta yfir í ensku til að komast hjá minnstu óþægindum, en hvernig eiga innflytjendur að læra tungumálið einir, og til hvers eiga þeir að gera það ef meira að segja Íslendingarnir nenna ekki að tala íslensku við þá? Ekki skipta yfir í ensku ef einhver reynir sitt besta við að tala tungumálið þitt. Hvettu viðkomandi frekar til dáða, hrósaðu fyrir viðleitnina og veittu kurteisislegar ábendingar. Flestir vinnustaðir eru með innflytjendur, bjóddu einhverjum þeirra í næsta bumbubolta, saumaklúbb eða matarboð. Þeir sem samfélagið gerir kröfu um að læri íslensku eiga líka rétt á því að tilheyra samfélaginu. Höfundur er innflytjandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Spánn Innflytjendamál Mest lesið Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber Skoðun Takk fyrir peninginn Inga Sæland Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir Skoðun Hið augljósa útlendingavandamál Hallþór Jökull Hákonarson Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar eru að deyja – hvernig bregst þjóðin við? Björk Jónsdóttir skrifar Skoðun Hin huldu rándýr í mannslíkömum sem skaða unga fólkið Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hið augljósa útlendingavandamál Hallþór Jökull Hákonarson skrifar Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun 10 ára Heilbrigðisstofnun Suðurlands Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnlaunavottun verði valkvæð en ekki skylda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kosningar og knattspyrna Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir skrifar Skoðun Útlendingur eða innflytjandi? Paola Cardeans skrifar Skoðun Sýnum kennurum virðingu Angela Árnadóttir skrifar Skoðun Mælum með Hafþór Reynisson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi okkar allra Alma Möller skrifar Skoðun Kjarabarátta kennara Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Algengt neyðartilfelli Marianne E. Klinke skrifar Skoðun Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman Atli Harðarson skrifar Skoðun Hrátt hakk og heimabakstur fyrir kosningarnar Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Förum varlega með heita vatnið okkar Stefnir Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreind: Óseðjandi orkuþörf og ósvífin bjartsýni Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Rammíslenskt Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Föðurlaus börn og fjölskyldusjúkdómurinn Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Kennarar eru alltaf í fríi Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Við þurfum breytingar Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði erum við? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Nei, ég er ekki hamstur á hjóli Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
„Enginn að tala í þátíð, Kristófer kann, enn sem komið er, bara að tala í nútíð!“ kallaði Carlos yfir vini sína í partíi í Madríd nokkrum mánuðum eftir að ég flutti þangað. Þegar ég flutti til Madríd kunni ég enga spænsku en hafði mikinn metnað til að læra tungumálið, fékk mér einkakennara og nýtti hvert tækifæri til að æfa mig. Ég kynntist Carlos í gegnum sameiginlegan vin og hann kynnti mig fyrir vinum sínum sem tóku vel á móti mér. Nú hef ég búið í Madríd í þrjú ár og þökk sé mikilli þolinmæði og samstarfsvilja heimamanna er ég nokkuð talandi og á spænskumælandi kærustu, tengdafjölskyldu og vini. Heill heimur lista, sögu og menningar hefur líka opnast fyrir mér í þessari borg sem ég kalla nýja heimilið mitt. „Þeir sem setjast að á Íslandi eiga að læra tungumálið okkar,“ er algeng krafa og í sjálfu sér ekki óeðlileg. Sá grunur læðist þó að manni að ástæðan sé ekki sú að fólk vilji kynnast innflytjendum betur, bjóða þeim í kaffi, fara með þeim í sund eða að börnin þeirri leiki saman. Þessi krafa heyrist miklu oftar í samhengi við veitingastaði eða búðir og virðist vera til þess að það sé auðveldara fyrir okkur Íslendinga að vera láta innflytjendur þjóna okkur. Margir þeirra leggja sig þó alla fram við það að læra íslensku. Ég spurði til dæmis afgreiðslukonu „ertu með, æj ég man ekki íslenska orðið, pomegranate?“ og hún svaraði með sterkum erlendum hreim: „Meinar tú granatepli?“ Ef við viljum að innflytjendur læri íslensku verðum við að nálgast viðfangsefnið af skilningi og virðingu. Enginn lærir flókið tungumál sem nýtist hvergi annars staðar í heiminum bara til þess að heimamenn geti fyrirskipað þeim á móðurmálinu sínu. Ef við leggjum þessa kröfu á aðra verðum við líka sjálf að axla ábyrgð, því enginn lærir tungumál í tómarúmi. Spánverjinn hefur reynst mér stuðningsríkur, menn hrósa spænskunni minni (sama hversu mikið ég á það skilið), hvetja mig til dáða og það heyrir til undantekninga að menn skipti yfir á ensku jafnvel þó þeir tali hana reiprennandi. Til samanburðar þá erum við Íslendingar of fljótir að skipta yfir í ensku til að komast hjá minnstu óþægindum, en hvernig eiga innflytjendur að læra tungumálið einir, og til hvers eiga þeir að gera það ef meira að segja Íslendingarnir nenna ekki að tala íslensku við þá? Ekki skipta yfir í ensku ef einhver reynir sitt besta við að tala tungumálið þitt. Hvettu viðkomandi frekar til dáða, hrósaðu fyrir viðleitnina og veittu kurteisislegar ábendingar. Flestir vinnustaðir eru með innflytjendur, bjóddu einhverjum þeirra í næsta bumbubolta, saumaklúbb eða matarboð. Þeir sem samfélagið gerir kröfu um að læri íslensku eiga líka rétt á því að tilheyra samfélaginu. Höfundur er innflytjandi.
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman Atli Harðarson skrifar
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun