David Cameron nýr utanríkisráðherra Samúel Karl Ólason skrifar 13. nóvember 2023 10:27 David Cameron, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands og núverandi utanríkisráðherra. AP/Alberto Pezzali David Cameron, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, hefur verið skipaður í embætti utanríkisráðherra. Rishi Sunak, forsætisráðherra, rak Suella Braverman úr embætti innanríkisráðherra í morgun og réði James Celverly, fyrrverandi utanríkisráðherra, í stað hennar. Braverman hafði gagnrýnt það hvernig lögregluyfirvöld í Bretlandi tóku á mótmælum gegn hernaði Ísraela á Gasaströndinni. Sakaði hún lögregluna um að taka á vinstri sinnuðum mótmælendum með silkihönskum og taka á hægri sinnuðum mótmælendum af meiri hörku. David Cameron var forsætisráðherra fyrir Íhaldsflokkinn frá 2010 til 2016. Hann hefur ekki setið á þingi en þar sem ráðherrar þurfa að vera þingmenn mun Cameron taka sæti í Lávarðadeild breska þingsins, samkvæmt frétt Guardian. The Rt Hon @David_Cameron has been appointed Secretary of State for Foreign, Commonwealth and Development Affairs @FCDOGovUK pic.twitter.com/r9fL9dIgzs— UK Prime Minister (@10DowningStreet) November 13, 2023 Cameron sagði af sér eftir að meirihluti breskra kjósenda greiddi atkvæði með því að Bretar segðu sig úr Evrópusambandinu. Cameron var andvígur því en samþykkti að halda þjóðaratkvæðagreiðslu til að þagga niður í háværum hópi þingmanna Íhaldsflokksins. Hann barðist fyrir því að Bretar yrðu áfram í Evrópusambandinu. Athygli hefur vakið að undanfarin ár hefur Cameron komið að stjórn fjárfestinasjóðs sem talinn er tengjast yfirvöldum í Kína. Cameron hefur skrifað yfirlýsingu á X (áður Twitter) þar sem hann segist hafa glaður orðið við þeirri beðni um að taka við embættinu. Hann segir Breta standa frammi fyrir ýmsum áskorununm á alþjóðasviðinu og þar á meðal séu stríðin í Úkraínu og á Gasaströndinni. Hann segir að á þessum róstursömu tímum sé mikilvægt fyrir Breta að standa við bak bandamanna sinna, styrkja vinasambönd og tryggja að raddir þeirra heyrist á alþjóðasviðinu. „Þó ég hafi ekki verið viðloðinn stjórnmál undanfarin sjö ár, vona ég að reynsla mín, sem leiðtogi Íhaldsflokksins í ellefu ár og forsætisráðherra í sex, muni reynast mér vel í að aðstoða forsætisráðherrann í að takast á við áðurnefndar áskoranir,“ skrifaði Cameron meðal annars. The Prime Minister has asked me to serve as his Foreign Secretary and I have gladly accepted.We are facing a daunting set of international challenges, including the war in Ukraine and the crisis in the Middle East. At this time of profound global change, it has rarely been more — David Cameron (@David_Cameron) November 13, 2023 Bretland Kosningar í Bretlandi Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Fleiri fréttir Um átta þúsund norður-kóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Leita manns sem skildi eftir sprengiefni á lestarstöð í Berlín Sækja hraðar fram í Dónetsk Trump lék ruslakarl í Wisconsin Halda áfram leit eftir eyðileggingu flóðanna Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Segjast rannsaka ásakanir um kosningasvik í Georgíu Beðin um að tilkynna líkfundi Óttast að hermenn Kim öðlist reynslu af hernaði Sagði Trump heltekinn hefndarvilja Tala látinna á Spáni hækkar hratt Biden í bobba eftir ummæli um rusl Loftvarnir Íran verulega laskaðar eftir árásir helgarinnar „Við getum ekki þrýst á fólk að koma til baka“ Naim Qassem tekur við stjórn Hezbollah Sporvagn af sporinu í Osló og inn í verslun Ákvörðun Ísrael að banna UNRWA vekur reiði og ótta Bæjarstjóri austurrísks bæjar skotinn til bana Jafnaðarmenn í Litháen unnu sigur Vara eindregið við mengun frá gashelluborðum Japanska ríkisstjórnin missti meirihluta sinn Vill hvorki gera meira né minna úr árásunum en ástæða er til Orðljótir stuðningsmenn Trump létu gamminn geisa í New York Líkamsleifar manns úr Sverris sögu frá 1197 fundnar Þingmanni vikið úr Verkamannaflokknum eftir líkamsárás Sjá meira
Braverman hafði gagnrýnt það hvernig lögregluyfirvöld í Bretlandi tóku á mótmælum gegn hernaði Ísraela á Gasaströndinni. Sakaði hún lögregluna um að taka á vinstri sinnuðum mótmælendum með silkihönskum og taka á hægri sinnuðum mótmælendum af meiri hörku. David Cameron var forsætisráðherra fyrir Íhaldsflokkinn frá 2010 til 2016. Hann hefur ekki setið á þingi en þar sem ráðherrar þurfa að vera þingmenn mun Cameron taka sæti í Lávarðadeild breska þingsins, samkvæmt frétt Guardian. The Rt Hon @David_Cameron has been appointed Secretary of State for Foreign, Commonwealth and Development Affairs @FCDOGovUK pic.twitter.com/r9fL9dIgzs— UK Prime Minister (@10DowningStreet) November 13, 2023 Cameron sagði af sér eftir að meirihluti breskra kjósenda greiddi atkvæði með því að Bretar segðu sig úr Evrópusambandinu. Cameron var andvígur því en samþykkti að halda þjóðaratkvæðagreiðslu til að þagga niður í háværum hópi þingmanna Íhaldsflokksins. Hann barðist fyrir því að Bretar yrðu áfram í Evrópusambandinu. Athygli hefur vakið að undanfarin ár hefur Cameron komið að stjórn fjárfestinasjóðs sem talinn er tengjast yfirvöldum í Kína. Cameron hefur skrifað yfirlýsingu á X (áður Twitter) þar sem hann segist hafa glaður orðið við þeirri beðni um að taka við embættinu. Hann segir Breta standa frammi fyrir ýmsum áskorununm á alþjóðasviðinu og þar á meðal séu stríðin í Úkraínu og á Gasaströndinni. Hann segir að á þessum róstursömu tímum sé mikilvægt fyrir Breta að standa við bak bandamanna sinna, styrkja vinasambönd og tryggja að raddir þeirra heyrist á alþjóðasviðinu. „Þó ég hafi ekki verið viðloðinn stjórnmál undanfarin sjö ár, vona ég að reynsla mín, sem leiðtogi Íhaldsflokksins í ellefu ár og forsætisráðherra í sex, muni reynast mér vel í að aðstoða forsætisráðherrann í að takast á við áðurnefndar áskoranir,“ skrifaði Cameron meðal annars. The Prime Minister has asked me to serve as his Foreign Secretary and I have gladly accepted.We are facing a daunting set of international challenges, including the war in Ukraine and the crisis in the Middle East. At this time of profound global change, it has rarely been more — David Cameron (@David_Cameron) November 13, 2023
Bretland Kosningar í Bretlandi Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Fleiri fréttir Um átta þúsund norður-kóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Leita manns sem skildi eftir sprengiefni á lestarstöð í Berlín Sækja hraðar fram í Dónetsk Trump lék ruslakarl í Wisconsin Halda áfram leit eftir eyðileggingu flóðanna Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Segjast rannsaka ásakanir um kosningasvik í Georgíu Beðin um að tilkynna líkfundi Óttast að hermenn Kim öðlist reynslu af hernaði Sagði Trump heltekinn hefndarvilja Tala látinna á Spáni hækkar hratt Biden í bobba eftir ummæli um rusl Loftvarnir Íran verulega laskaðar eftir árásir helgarinnar „Við getum ekki þrýst á fólk að koma til baka“ Naim Qassem tekur við stjórn Hezbollah Sporvagn af sporinu í Osló og inn í verslun Ákvörðun Ísrael að banna UNRWA vekur reiði og ótta Bæjarstjóri austurrísks bæjar skotinn til bana Jafnaðarmenn í Litháen unnu sigur Vara eindregið við mengun frá gashelluborðum Japanska ríkisstjórnin missti meirihluta sinn Vill hvorki gera meira né minna úr árásunum en ástæða er til Orðljótir stuðningsmenn Trump létu gamminn geisa í New York Líkamsleifar manns úr Sverris sögu frá 1197 fundnar Þingmanni vikið úr Verkamannaflokknum eftir líkamsárás Sjá meira