Innlent

Varð fyrir voðaskoti á rjúpna­veiðum

Jón Þór Stefánsson skrifar
Skotið fór í fót mannsins, sem var á rjúpnaveiðum við Leggjabrjót.
Skotið fór í fót mannsins, sem var á rjúpnaveiðum við Leggjabrjót. Vísir/Vilhelm

Landhelgisgæslan vinnur nú að því að sækja mann sem varð fyrir voðaskoti á rjúpnaveiðum við Leggjabrjót. Skotið hæfði manninn í fótinn.

Þetta staðfestir Auðunn F. Kristinsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar, í samtali við fréttastofu. Gæslan sækir manninn í sama mund og tvo menn sem lentu í ógöngum við Prestahnjúk.

„Þyrlan fór að sækja göngumann sem hafði dottið og fótbrotnað, og annan örmagna sem var með honum. Og í leiðinni sækjum við einstakling sem varð fyrir voðaskoti á rjúpu,“ segir Auðunn.

Hann tekur fram að hann viti ekki mikið um hvernig voðaskotið hafi átt sér stað.

„Við erum að sækja þrjá einstaklinga sem lentu í óhöppum á fjöllum í þessum töluðu orðum,“ segir hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×