Enski boltinn

Rory Mcllroy barst boð um að kaupa Leeds en hafnaði því af ást sinni fyrir Manchester United

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Rory Mcllroy, atvinnukylfingur.
Rory Mcllroy, atvinnukylfingur.

Kylfingurinn Rory Mcllroy sagðist hafa fengið boð um að ganga í hóp fjárfesta enska félagins Leeds, en sem stuðningsmaður Manchester United hafi hann neyðst til að hafna því. 

Mcllroy bætti því þó að hann tæki öllum tilbooðum um að fjárfesta í knattspyrnufélögum með opnum örmum. Hann hefur verið að söðla um sig undanfarið og slóst nýlega í hóp fjárfesta F1 liðsins Alpine. 

„Íþróttastjörnur eru að verða meira áberandi, sýna klókindi og fjárfesta peningunum sínum rétt“ sagði Mcllroy. 

Bandarísku kylfingarnir Jordan Spieth og Justin Thomas keyptu nýlega hlut í 49ers fjárfestingafyrirtækinu sem keypti Leeds United síðastliðinn júlí. 

„Þeir spurðu mig hvort ég vildi vera með en sem stuðningsmaður Manchester United gat ég ekki komið nálægt þessu.“

Manchester United hefur verið í söluferli síðan Glazer fjölskyldan tilkynnti í nóvember 2022 að þau væru tilbúin að selja til rétta kaupandans. Katarinn Sheikh Jassim bin Hamad Al Thani og breski viðskiptamógulinn Jim Ratcliffe hafa helst verið orðir við kaup á félaginu. 

Mclrroy sagði að hann myndi stökkva á tækifærið ef það gæfist að fjárfesta í Manchester United. Það heillaði hann mjög að eiga hlut í liðinu sem hann hefur stutt frá barnsaldri. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×