Viðskipti innlent

Sahara tók gull og silfur

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Sigurður Svansson framkvæmdastjóri Sahara er að vonum glaður.
Sigurður Svansson framkvæmdastjóri Sahara er að vonum glaður. Aðsend

Markaðs- og auglýsingastofan Sahara hlaut verðlaunin Global Digital Excellence Awards 2023 í tveimur flokkum á dögunum. Gull fyrir herferðina „Keeping London Warm Since 2022“ sem stofan gerði fyrir 66°Norður og silfur fyrir herferðina „Life's Too Short“ sem gerð var fyrir Blue Car Rental.

„Við erum gríðarlega ánægð og stolt að hafa unnið til þessara verðlauna. Það er alltaf ákveðin viðurkenning fólgin í því að fá tilnefningu til erlendra verðlauna en að lenda síðan á verðlaunapalli er algjörlega frábært. Starfsfólkið á mikið hrós skilið enda erum við með gríðarlegt keppnisskap sem endurspeglast í metnaði okkar að ná árangri fyrir okkar viðskiptavini. 

Við lögðum upp í ákveðna vegferð í byrjun þessa árs þar sem við settum okkur skýr markmið sem eru að skila sér og við munum halda ótrauð áfram á þeirri braut, staðráðin í að gera enn betur,“ segir Sigurður Svansson framkvæmdastjóri Sahara í tilkynningu.

Verðlaunin þykja eftirsótt en meðal auglýsinga- og markaðsstofa sem tilnefndar voru til verðlaunanna að þessu sinni starfa fyrir viðskiptavini á borð við Netflix, Airbnb, Honda og kvikmyndafyrirtækið Warner Brothers.  






Fleiri fréttir

Sjá meira


×