Biskup taki ekki fjármálaákvarðanir Bjarki Sigurðsson skrifar 19. október 2023 16:40 Agnes M. Sigurðardóttir er biskup Íslands þar til á næsta ári. Vísir/Arnar Biskup mun ekki taka fjármálaákvarðanir verði tillögur starfshóps á vegum þjóðkirkjunnar samþykktar. Meðlimur hópsins segir að það sé ekki sniðugt að biskup beri ábyrgð á ýmsum fjármálagjörningum innan þjóðkirkjunnar. Tillögur starfshópsins verða teknar fyrir á næstu dögum, skömmu áður en nýtt Kirkjuþing verður sett. Snúa tillögurnar að skipulagi Þjóðkirkjunnar og tengjast þeim skipulagsbreytingum sem dómsmálaráðherra gerði á starfsemi kirkjunnar árið 2021. Með tillögunum er stefnt að því að aðskilja trúarstarfi Þjóðkirkjunnar frá rekstrarhlutanum, en hingað til hafa báðir hlutar heyrt undir biskupi. Verði þær samþykktar fer stjórn og framkvæmdastjórn þjóðkirkjunnar með fjármál og önnur stjórnsýsluleg mál kirkjunnar. Sama fyrirkomulag og í öllum söfnuðum Magnús Erlingsson, einn meðlima starfshópsins, segir að þarna sé ekki verið að minnka völd biskups. „Við erum bara að taka upp samskonar fyrirkomulag og er í öllum sóknum og söfnuðum. Þar er það sóknarnefndin sem ber ábyrgð á fjármálum og ég held að flestum prestum finnist það gott. Þegar verið er að byggja kirkjur er verið að tala um miklar fjárhæðir og það er verið að taka lán og annað. Þá er gott að prestar þurfi ekki að bera ábyrgð á öllu saman. Enda erum við ekki menntuð í fjármálasýslu og rekstri,“ segir Magnús. Létti á biskupi Hann segir tillögurnar koma í veg fyrir að biskup þurfi að svara fyrir öll mál sem tengjast kirkjunni. „Í dag er það þannig að þegar menn stefna kirkjunni stefna þeir biskup. Það er ekki gott. Ég held að þetta muni létta ýmis konar nauðir af næsta biskupi. Leiðindum sem stjórn kirkjunnar þarf að svara fyrir, þannig er þetta hugsað,“ segir Magnús. Trúmál Þjóðkirkjan Biskupskjör 2024 Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Fleiri fréttir Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Fækka áramótabrennum í Reykjavík um fjórar Þau skipa framboðslista Pírata í kosningunum Bein útsending: Vítt og breitt um almannavarnamál „Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá“ Máttu ekki hvetja hlunnfarið starfsfólk til að hætta Sjá meira
Tillögur starfshópsins verða teknar fyrir á næstu dögum, skömmu áður en nýtt Kirkjuþing verður sett. Snúa tillögurnar að skipulagi Þjóðkirkjunnar og tengjast þeim skipulagsbreytingum sem dómsmálaráðherra gerði á starfsemi kirkjunnar árið 2021. Með tillögunum er stefnt að því að aðskilja trúarstarfi Þjóðkirkjunnar frá rekstrarhlutanum, en hingað til hafa báðir hlutar heyrt undir biskupi. Verði þær samþykktar fer stjórn og framkvæmdastjórn þjóðkirkjunnar með fjármál og önnur stjórnsýsluleg mál kirkjunnar. Sama fyrirkomulag og í öllum söfnuðum Magnús Erlingsson, einn meðlima starfshópsins, segir að þarna sé ekki verið að minnka völd biskups. „Við erum bara að taka upp samskonar fyrirkomulag og er í öllum sóknum og söfnuðum. Þar er það sóknarnefndin sem ber ábyrgð á fjármálum og ég held að flestum prestum finnist það gott. Þegar verið er að byggja kirkjur er verið að tala um miklar fjárhæðir og það er verið að taka lán og annað. Þá er gott að prestar þurfi ekki að bera ábyrgð á öllu saman. Enda erum við ekki menntuð í fjármálasýslu og rekstri,“ segir Magnús. Létti á biskupi Hann segir tillögurnar koma í veg fyrir að biskup þurfi að svara fyrir öll mál sem tengjast kirkjunni. „Í dag er það þannig að þegar menn stefna kirkjunni stefna þeir biskup. Það er ekki gott. Ég held að þetta muni létta ýmis konar nauðir af næsta biskupi. Leiðindum sem stjórn kirkjunnar þarf að svara fyrir, þannig er þetta hugsað,“ segir Magnús.
Trúmál Þjóðkirkjan Biskupskjör 2024 Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Fleiri fréttir Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Fækka áramótabrennum í Reykjavík um fjórar Þau skipa framboðslista Pírata í kosningunum Bein útsending: Vítt og breitt um almannavarnamál „Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá“ Máttu ekki hvetja hlunnfarið starfsfólk til að hætta Sjá meira