Sport

Stjörnu­út­herjinn kom góð­hjörtuðum á­horf­anda mikið á ó­vart

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Tyreek Hill er hér með Jaylen Waddle en þeir eru tveir bestu útherjar Miami Dolphins liðsins og um leið tveir af bestu útherjum NFL deildarinnar.
Tyreek Hill er hér með Jaylen Waddle en þeir eru tveir bestu útherjar Miami Dolphins liðsins og um leið tveir af bestu útherjum NFL deildarinnar. Getty/Brandon Sloter

Tyreek Hill er einn allra besti útherji NFL-deildarinnar eins og hann sannar í næstum því hverjum einasta leik. Hann er líka með stórt hjarta eins og hann sannaði í vikunni.

Það vakti athygli í leik Tyreek Hill með Miami Dolphins um síðustu helgi þegar hann fagnaði snertimarki sínu með því að fara með boltann upp í stúku.

Hill vildi augljóslega að boltinn færi til ákveðinnar manneskju í stúkunni en það leit út fyrir að annar áhorfandi hafi náð að komst í boltann.

Í fyrstu sást ekki hvað gerðist í framhaldinu en sá sem stal sendingunni frá Hill ákvað mjög fljótlega að gefa konunni boltann sem Hill ætlaði að senda á.

Nú er komið í ljós að umrædd kona var í raun móðir Tyreek Hill. Hún fékk boltann á endanum.

Hill var mjög sáttur með það og ákvað að þakka umræddum áhorfenda fyrir að gefa mömmu hans boltann.

Hill komst að því hvar maðurinn var niðurkominn og kom honum sínum á óvart með því að færa honum áritaðar gjafir frá sér.

Það má sjá þessa skemmtilegu stund og það er hægt að votta það að maðurinn var steinhissa en um leið mjög ánægður með hinn svala Tyreek Hill.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×