Íslenski boltinn

Besti þátturinn: Veigar Páll rifjar upp gamla takta og setur boltann í vinkilinn

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Stjarnan og Selfoss mættust í sjötta Besta þættinum
Stjarnan og Selfoss mættust í sjötta Besta þættinum

Í sjötta þætti af Bestu þættinum mættust lið Stjörnunnar og Selfoss. Besti þátturinn gengur út á að para saman leikmenn, stuðningsmenn eða aðra velunnara  íslenskra félagsliða gegn hvorum öðrum í kostulegri keppni. 

Í þetta skiptið voru það Stjarnan og Selfoss sem kepptu gegn hvoru öðru í þættinum sem Jón Jónsson stýrir. Fyrir hönd Stjörnunnar mætti markadrotting síðasta tímabils, Jasmín Erla Ingadóttir og fyrrverandi landsliðsmaðurinn Veigar Páll Gunnarsson. Í liði Selfoss voru fjölíþróttakonan Kristrún Rut Antonsdóttir og landsliðsframherjinn Viðar Örn Kjartansson. 

Liðin kepptu í ýmsum knattspyrnutengdum þrautum sem þáttastjórnandinn bauð upp á, Veigar Páll er sá eini af keppendunum sem hefur lagt skóna á hilluna en tókst þó að halda vel í hina. 

Þáttinn í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.  

Klippa: Besti þátturinn #6



Fleiri fréttir

Sjá meira


×