Tónlist

Usher sér um hálfleikstónleika Ofurskálarinnar

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Usher hefur lengi verið ein stærsta poppstjarna heims.
Usher hefur lengi verið ein stærsta poppstjarna heims. getty

Bandaríski tónlistarmaðurinn Usher mun mun troða upp í hálfleik Ofurskálar NFL-deildarinnar í amerískum fótbolta á næsta ári.

Í tilkynningu er greint frá tíðindunum á skemmtilegan hátt með aðstoð raunveruleikastjörnunnar Kim Kardashian:

Ofurskálin, sem heitir á frummálinu Super bowl, hefur undanfarin ár verið einn vinsælasti sjónvarpsviðburður heims. Æ fleiri hérlendis fylgjast með leiknum en margir hafa meiri áhuga á hálfleikstónleikunum, sem og tilheyrandi bandarískum veitingum sem áhorfendur gæða sér jafnan á í Ofurskálarpartíum.

„Það er heiður lífs míns að fá loksins að spila á Ofurskálartónleikum. Ég get ekki beðið eftir að færa heiminum tónleika, sem verða ólíkir nokkru öðru en fólk hefur séð af mér áður,“ er haft eftir Usher.

Usher, sem verður 45 ára í október, hefur lengi verið einn vinsælasti R&B söngvari heims. Hann gaf út sína fyrstu plötu árið 1994 og hefur reglulega gefið út slagara frá þeim tíma. Margir vinsælustu tónlistarmenn heims hafa komið fram á Ofurskálartónleikunum, nú síðast söngkonan Rihanna sem sýndi óléttubumbu sína í fyrsta sinn á tónleikunum í febrúar en hún og rapparinn A$AP Rocky eignuðust sitt annað barn í síðasta mánuði.


Tengdar fréttir

Ri­hanna og ASAP gáfu syninum ó­venju­legt nafn

Sonur banda­ríska tón­listar­fólksins Ri­hönnu og ASAP Rocky hefur verið nefndur. Hann heitir Riot Rose Mayers og er þess getið í er­lendum slúður­miðlum að nafnið vekji at­hygli en talið er að hann sé nefndur eftir einu frægasta lagi rapparans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×