Viðskipti innlent

Kvóti frá Reykja­nes­bæ til Ólafs­víkur

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Steinunn SH-167.
Steinunn SH-167. Steinunn

Út­gerðar­fé­lagið Steinunn ehf. hefur lagt grunn að auknum um­svifum sínum í Ólafs­vík með kaupum á fisk­veiði­heimildum sem nema ríf­lega hundrað þorsk­í­gildis­tonnum af Salt­veri ehf. í Reykja­nes­bæ fyrir um 300 milljónir króna.

Þetta kemur fram í til­kynningu frá út­gerðar­fé­laginu. Þar segir að kvótanum verði bætt við veiði­heimildir ver­tíðar­bátsins Steinunnar SH-167.

Segir enn­fremur að með þeim aukist um­svif út­gerðarinnar til muna á­samt verk­efnum ná­lægrar land­vinnslu. Kaupin eru gerð í fram­haldi af sölu á sex­tíu prósenta hlut í Steinunni til FISK Sea­food fyrir tveimur árum með það að leiðar­ljósi að efla enn frekar út­gerðina á heima­slóðum.

Mark­mið og fyrir­heit að raun­gerast

Fram kemur í til­kynningunni að þeir bræður, Brynjar og Ægir Krist­munds­synir eigi á­samt fjöl­skyldum sínum hvor sinn 20 prósenta hlut í Steinunni hf. og segist Brynjar sann­færður um að þessi við­bót verði far­sæl fyrir heima­byggðina.

„Til­gangurinn með sölunni og sam­starfinu við FISK Sea­food var frá upp­hafi að styrkja og stækka starf­semina hér í Ólafs­vík. Nú eru fyrir­heitin og mark­miðin að raun­gerast og því ber að fagna. Út­gerð Steinunnar hefur verið með á­gætum síðustu árin, veiðarnar hafa gengið vel og fisk­verð verið gott. Ég er sann­færður um að þessi fjár­festing verði enn frekari lyfti­stöng á komandi árum.“

„Þetta eru á­kaf­lega á­nægju­leg tíðindi,“ segir Kristinn Jónas­son, bæjar­stjóri Snæ­fells­bæjar í til­kynningunni.

„Í­búar í Ólafs­vík og ná­grenni hafa alla tíð verið stoltir af þessu rót­gróna fjöl­skyldu­fyrir­tæki enda um­gjörðin um reksturinn á­vallt verið sann­kölluð bæjar­prýði. Það er greini­legt að með tengslunum við FISK Sea­food verður engin breyting þar á og því ber að fagna.“





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×