Sport

NFL Red Zone á Stöð 2 Sport

Aron Guðmundsson skrifar
NFL Red Zone verður á dagskrá Stöðvar 2 Sport á komandi NFL tímabili.
NFL Red Zone verður á dagskrá Stöðvar 2 Sport á komandi NFL tímabili. Vísir/Samsett mynd

Bryddað verður upp á nýjung í þeirri um­fjöllun sem Stöð 2 Sport býður á­skrif­endum sínum upp á í tengslum við NFL-deildina í Banda­ríkjunum þetta tíma­bilið því í fyrsta sinn munu á­skrif­endur geta horft á NFL Red Zone á sunnu­dögum á Stöð 2 Sport.

NFL Red Zone færir á­horf­endum sleitu­lausa út­sendingu frá leikjum NFL deildarinnar á sunnu­dögum í um það bil sjö klukku­stundir án aug­lýsinga. Þar er sýnt frá öllu því mark­verðasta sem gerist í öllum leikjum NFL-deildarinnar.

Það er hinn þaul­reyndi Scott Han­son sem stýrir NFL Red Zone og sér um að á­horf­endur fái allt það helsta sem gerist í leikjum kvöldsins beint í æð.

NFL-deildin fer af stað á nýjan leik að­fara­nótt næst­komandi föstu­dags með leik ríkjandi meistara Kansas City Chiefs og Detroit Lions. Leikurinn hefst á mið­nætti og verður í beinni út­sendingu á Stöð 2 Sport 2.

Líkt og síðustu ár verða tveir NFL-leikir sýndir á sjón­varps­rásum Stöðvar 2 Sport alla sunnu­daga í vetur auk allra leikja í úr­slita­keppninni eftir ára­mót, þar með talið Super Bowl 58 sem fer fram þann 11. febrúar næst­komandi í Las Vegas.

Þá mun ís­lenski um­fjöllunar­þátturinn Loka­sóknin hefja göngu sína á morgun, þriðju­dag, með sér­stökum upp­hitunar­þætti sem verður sýndur á Stöð 2 Sport 2 klukkan 20.00. Þátturinn er í um­sjón Andra Ólafs­sonar.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×