Neytendur

Innkalla Carbonara kjúklingapasta

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Umrædd vara sem hefur verið innkölluð.
Umrædd vara sem hefur verið innkölluð.

Álfasaga ehf. hefur að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur stöðvað sölu og innkallað frá neytendum Carbonara kjúklingapasta. Ástæða innköllunar er röng innihaldslýsing og ómerktir ofnæmisvaldar, bæði egg og sellerí.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá eftirlitinu. Vakin er athygli á að þeir sem eru með ofnæmi fyrir selleríi og/eða eggjum, geti fengið ofnæmisviðbrögð. 

Að neðan má sjá upplýsingar um vörunina sem innköllunin einskorðast við:

Vörumerki: Núll Ves

Vöruheiti: Carbonara kjúklingapasta

Geymsluþol: Best fyrir dagsetning: 17.09.2023

Strikamerki: 5694311276961

Nettómagn: 430 g

Framleiðandi: Álfasaga ehf.

Framleiðsluland: Ísland

Heiti og heimilisfang fyrirtækis sem innkallar vöru: Álfasaga, Bæjarflöt 2, 112 Reykjavík

Dreifing: Krambúðin, Krónan, Nettó, 1011/extra, Hagkaup, Orkan (Allar verslanir)

Leiðbeiningar til neytenda:

Öll innihaldslýsingin á vörunni er röng og því er varasamt að neyta vörunnar ef einhver ofnæmi eða óþol eru til staðar. Ómerktir ofnæmis- og óþolsvaldar eru egg og sellerí. Vörunni skal skilað í þá verslun þar sem hún var keypt eða fargað.

Rétt innihaldslýsing er eftirfarandi:

Sósa (rjómi (MJÓLK), ýruefni (E472b, E475, E435, E471, E433), bindiefni (E410, E407), salt, litarefni (E160a)), rjómaostur (MJÓLK, ÁFIR, RJÓMI, salt, bindiefni (gúargúmmí), rotvarnarefni (kalsíumsorbat), mjólkursýrugerlar), parmesan ostur (MJÓLK, salt, rotvarnarefni (E1105), hleypir), beikon (íslenskt grísakjöt, vatn, salt, bindiefni (E451, E450), rotvarnarefni (E250), þráavarnarefni (E316)), vatn, grænmetiskraftur (salt, pálmaolía, maltodextrín, grænmetisblanda (gulrætur, laukur, SELLERÍ, blaðlaukur, graslaukur), hvítlaukur, chilimauk (rauður chili, salt, sykur, sýrustillir (E260, E330), rotvarnarefni (E211)), balsamik edik (vínedik, vínberja extrakt, litarefni (E150d)), svartur pipar, sykur), penne pasta 23% (vatn, HVEITI), kjúklingur 14% (kjúklingur, vatn, tapíókasterkja, salt, maltodextrín), EGG.

Ofnæmisvaldar eru í hástöfum. Framleitt á svæði þar sem unnið er með hnetur.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×