Viðskipti innlent

Róberti Aroni falið að markaðs­­setja Mið­­borgina

Atli Ísleifsson skrifar
Róbert Aron Magnússon.
Róbert Aron Magnússon. Miðborgin

Róbert Aron Magnússon hefur verið ráðinn sem markaðs og verkefnastjóri Miðborgin – Reykjavík – Félagasamtök, nýs markaðsfélags miðborgarinnar sem var stofnað í mars síðastliðnum.

Í tilkynningu segir að tilgangur og markmið félagsins sé að kynna miðborgina sem spennandi og skemmtilegan áfangastað. 

„Upplýsa um þann mikla fjölbreytileika sem miðborgin hefur uppá að bjóða. Í miðborginni eru 837 rekstaraðilar og er þar er t.d. að finna 268 veitingastaði, 277 Verslanir, 30 kaffihús, 22 hárgreiðslustofur, 44 listagallerí og listasöfn, 72 fataverslanir svo fáeitt sé nefnt. Að auki hýsir miðborgin nokkra af fjölmennustu viðburðunum á Íslandi eins og Menningarnótt, Hinsegin daga, Götubitahátíðin í Hljómskálagarðinum, HönnunarMars og Iceland Airwaves.

Róbert Aron Magnússon hefur gríðarlega reynslu af markaðsmálum og verkefnastjórnun sem framkvæmdastjóri Götubitans, en þar hefur hann unnið náið með Reykjavíkurborg við skipulagningu á hinum ýmsu viðburðum í miðborginni og víðar. Hann er með mastersgráðu frá University of Westminster í Business Management og lauk nýlega námi sem viðurkenndur stafrænn markaðssérfræðingur,“ segir í tilkynningunni.

Á heimasíðu Miðborginnar Reykjavík segir að um sé að ræða samstarfsvettvang rekstraraðila í miðborginni. Félagsmenn séu yfir hundrað talsins og standi þeir saman að ýmsum viðburðum í samstarfi við Reykjavíkurborg og fleiri aðila.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×