Viðskipti innlent

Hjalti launa­hæsti for­stjórinn

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Hjalti Baldursson, fyrir miðju, var launahæsti forstjórinn árið 2022. Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason til hægri kemur á eftir honum og þriðji launahæsti forstjórinn var Jón Þorgrímur Stefánsson, til vinstri á myndinni.
Hjalti Baldursson, fyrir miðju, var launahæsti forstjórinn árið 2022. Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason til hægri kemur á eftir honum og þriðji launahæsti forstjórinn var Jón Þorgrímur Stefánsson, til vinstri á myndinni. vísir

Hjalti Baldursson, fyrrverandi forstjóri Bókunar, var launahæsti forstjóri landsins árið 2022. Mánaðartekjur hans námu 24,8 milljónum króna. Ein kona kemst á lista yfir tíu launahæstu forstjórana.

Greint er frá þessu í vb.is en hægt er nálgast Tekjublað Frjálsrar verslunar hér. Um er að ræða útsvarsskyldar tekjur árið 2022. Hafa ber í huga að þær tekjur endurspegla þó ekki endilega öll laun viðkomandi.

Árið 2018 keypti TripAdvisor allt hlutfé í fyrirtæki Hjalta, Bókun ehf. Hjalti átti 45 prósenta hlut í Bókun sem TripAdvisor greiddi 23 milljónir dala fyrir, eða því sem nemur rétt rúmlega þremur milljörðum króna.

Næstur forstjóra kemur Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason, forstjóri Skel, sem var með 20,4 milljónir króna í mánaðarlaun. Í þriðja sæti á listanum er Jón Þorgrímur Stefánsson, forstjóri NetApp á Íslandi, með 17,5 milljónir króna.

Herdís Dröfn er eina konan á topp 10 listanum.

Ein kona kemst á lista yfir tíu launahæstu forstjóranna en það er Herdís Dröfn Fjeldsted fyrrverandi forstjóri Valitor. Hún var með 8,6 milljónir króna á mánuði árið 2022.

Laun Árna Odds Þórðarsonar, forstjóra Marel, sem var launhæsti forstjórinn árið 2021, lækkuðu talsvert á síðasta ári. Árið 2021 var hann með tæplega 43 milljónir króna á mánuði en 2022 voru tekjurnar 8,6 milljónir króna. Um er að ræða rúmlega áttatíu prósenta lækkun launa Árna Odds en gera má ráð fyrir því að himinháar tekjur hans árið 2021 tengist nýtingu kaupréttar.

Listi yfir launahæstu forstjórana:

  1. Hjalti Baldursson, fv. forstjóri Bókunar - 24,8 milljónir króna
  2. Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason, forstjóri Skel - 20,4 milljónir króna
  3. Jón Þorgrímur Stefánsson, forstjóri NetApp á Íslandi - 17,5 milljónir króna
  4. Brett Albert Vigelskas, frkvstj. Costco á Íslandi - 13,5 milljónir króna
  5. Jón Sigurðsson, forstjóri Stoða - 11,2 milljónir króna
  6. Grímur Karl Sæmundsen, forstjóri Bláa Lónsins - 10,8 milljónir króna
  7. Haraldur Líndal Pétursson, frkvstj. Johan Rönning - 10,6 milljónir króna
  8. Guðmundur Fertram Sigurjónsson, forstj. Kerecis - 9,3 milljónir króna
  9. Herdís Dröfn Fjeldsted, fv. forstjóri Valitor - 8,6 milljónir króna
  10. Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels - 8,6 milljónir króna

Tengdar fréttir

Magnús skákar Árna Oddi

Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel, var aldrei þessu vant ekki launahæsti forstjóri landsins. Hann var næstlaunahæstur með tæplega 43 milljónir króna á mánuði árið 2021.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×